Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 77

Andvari - 01.01.1947, Page 77
ANDVABI Við Oddastað 73 lagað sig eftir þörfura fólksins, sem þeir áttu að vinna fyrir. Með löggjöfinni frá 1946 var þessu öllu breytt. Ríkið setti alla kennara við héraðsskóíana á föst laun og veitti embætti til lífstíðar. Kennslan hlaut að verða bókleg fyrst og frerast og miðuð við þarfir annarra skóla, sem áttu að taka við nem- endura í næsta stigaþrepi. Sá ráðherra, sem beitti sér fyrir þessari löggjöf, Brynjólfur Bjarnason, gerði engar ráðstafanir til að hægt yrði að bæta úr þörf þeirra, sem átlu að sinna fram- leiðslustörfunum, enda var því fólki ekki fyrirbúinn neinn metnaður. Allt kerfið var raunverulega bundið við bóklegt nám og miðað við að ýta undir sem allra flesta æskumenn að taka þátt í kapphlaupi um undirbiining að launamannastöð- um, en búa sig ekki undir þátttöku í framleiðslustörfum. Að vísu var framleiðslunni tryggður sá hluti æskunnar, sem beið læ gra hlut í hinni almennu prófraun, en það Alþingi, sem samþykkti hið nýja kerfi, veitti ekki svo mikið sem eina krónu til að reisa sæmileg verkstæði við nokkurn skóla. Þetta umhyggjuleysi er svo gagngert, að við elzta búnaðarskóla landsins er ekki skýli, þar sem nemendur geta numið smíðar. Brátt komu í ljós margir annmarkar á hinu nýja skipulagi. Það hafði verið knúið fram, án þess að þjóðin fengi tækifæri til að meta galla þess. Sýnilegt var, að það mundi í fram- kvæmdinni verða ákaflega dýrt og áreiðanlega dýrara en svo, að skattþegnarnir gætu undir risið. Hefur nú þegar komið i Ijós, að það er með öllu óframkvæmanlegt. Samt hefur þjóðin ekki enn gert sér grein fyrir því, sem er höfuðmeinsemd þessa nýja skipulags. Mun sú meinsemd líkleg til að verða langvar- andi og hættuleg. Meginundirstaða nýja skólaskipulagsins eru landsprófin, sem eru sett til þess að greina sauði frá höfrum. Börn og foreldr- ar hljóta af mannlegum ástæðum að vilja sigra í þeim próf- um. Annars vegar eru framleiðslustörfin handa þeim, sem ekki standast raunina. Hins vegar er vonin um launuð störf hjá mannfélaginu með ýmsum þeim friðindum, sem þykir skorta við framleiðslustörfin. Nú er sannleikurinn sá, að fram- leiðslustörf og vinna fyrir ríkið er hvort tveggja jafnnauðsyn-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.