Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1974, Page 14

Æskan - 01.09.1974, Page 14
ndíánastúlkan Karana býr á eyju nokkurri ásamt ættbálki sínum. Óvinir ráðast á fólkið, og flestir eru drepnir. Þeir, sem af komast, vilja ekki búa lengur á eyjunni. Þeir senda ungan pilt I kanó til að leita að annarrl eyju, þar sem þau geta sezt að. Dag nokkurn snýr drengurlnn aftur ásamt hvftum manni á skipi. Ættbálkurinn stfgur á skipsfjöl, og ætlar að flytja til nýju eyjunnar. Vegna óheppni verða Karana og bróðir hennar eftir á eyjunni. Hópur villihunda drepur bróðurinn, og Karana er einmana. Henni veitist erfitt að verjast hundunum, og hún ákveður að drepa þá. Villihundar hafa verið á eyju bláu höfrunganna frá því ég fyrst man eftir mér. Á nóttunni hlupu þeir um í þorp- inu, og þeir voru aldrei langt undan á daginn. Við höfð- um ákveðið að útrýma þeim, en þá kom skipið, sem flutti alla burt frá Ghalas-at. Ég er viss um, að hundahópurinn á vaxandi dlrfsku sfna að þakka foringja sfnum, stóra hundinum með gulu augun og þykka hárbrúskinn á hálsinum. Ég hafði þegar drepið fjóra af flokknum, en margir voru enn eftir, og fleiri en þeir voru fyrst, þvf að Það höfðu fæðzt margir hvolpar. Ungu hundarnir voru ennþá grimmari en hinir gömlu. Fyrst fór ég upp á h'æðina hjá hellinum, á meðan flokkurinn var í burtu, og safnaðl mörgum fangfyllum mfn- um af hrísl, sem ég setti rétt hjá hellismunnanum. SfðaIT beið ég þangað til hundahópurinn var kominn aftur inn í hellinn. Þangað komu þeir snemma morguns, eftir aS hafa verið í ránsferð alla nóttina, og þá lögðu þeir sig til svefns. Ég tók stóra bogann með mér, og einnig fimm örvar og tvö spjót. Ég nálgaðist hellinn varlega og tók á mig stóran boga fram hjá munnanum, þannig að ég kom að honum frá hlið. Þar lagði ég öll vopn mín fré mér, nema eitt spjót. Ég kvelkti í hrislnu og skaut því Inn í helllinn. Þó hund- arnir hafi kannski heyrt f mér, heyrðist ekkert hljóð f^ þeim. Ég skreið upp á klettasyllu, sem var þarna rétt 12

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.