Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1974, Side 25

Æskan - 01.09.1974, Side 25
Orsakir eldsvoda Orsakir eldsvoSa eru að sjálfsögðu mismunandi í hlnum ymsu löndum og eru ekki hinar sömu ár frá ári. Taki maður ekki tillit til sérstakra náttúruaðstæðna, sem í sumum lönd- um valda miklum skógar- og sléttueldum, þá er tölfræðin fyrir hin ýmsu lönd, er standa á líku menningarstigi, mjög lík. Tíðasta orsök eldsvoða (24—25%) er eldsvoðl af völd- um eldinga. Þar á eftir koma svo eldsvoðar, sem stafa af lélegum urribúnaði reykháfa (17—18%). Þá koma næst eldsvoðar vegna kyndingar- og eldunartækja (12—13%). Eldsvoðar af öðrum orsökum eru undir 10%. Eldsvoðar vegna rafmagnstækja eru rétt rúmlega 5%, gleymd strau- járn o. þ. h. Eldsvoðar út frá vindlingum eru um 4%. — íkveikjur ná ekki 2%. Þær eldsvoðaorsakir, sem eftir eru, ná engar 1/10%. Tarzan hélt inn í þessa gjá og varð hann að renna sér a hlið, svo að hann kæmist áfram. Á eftir honum komu Svöl'tu hermennirnir hans. Við bugðuna á gjánni enduðu tr°Ppurnar, og gjáin varð breiðari og greiðari yfirferðar, hún lá enn í mörgum krókum og beygjum, þar til lún endaði í litlum garði. Hinum megin við hann var múrveggur, engu lægri en ytn. Þessi innri múrveggur var alsettur litlum, sívölum tUrnum og oddhvössum steinvölum. Þær voru sums staðar ottnar niður, en annars var þessi múrveggur miklu traustari en sá ytri. Ánnar þröngur gangur lá gegnum þennan múr, en við enda hans komu þeir Tarzan inn í rúmgóða götu, en við enda hennar voru stór og hrikaleg steinhús, hlaðin upp granít-björgum. Tré höfðu fest rætur víðsvegar í Ustunum og víða huldi vafningsviður veggi og múr- te>nsgarða. Húsið andspænis þeim virtist þó síður vaxið , atningsviði en hin og því var bersýnilega betur við dið, Það var hið mesta stórhýsi með voldugum kúpli uppi. _ Inngangurinn í það var rúmgóður, með Tnaröðum til beggja handa. — Var fugl einn mikill eða höggvinn úr steini efst á hverri súlu. ^ ^leðan apamaðurinn og félagar hans störðu undrandi fornfálegu mannvirki, urðu margir þeirra varir í h hreyfinSu innt 1 húsinu. Dökkir skuggar voru á ferli urökkrinu, augun festi ekki á þeim — hér var aðeins . ni óljósa tilfinningu að ræða um það, að líf bærðist ^ an veggja þessarar löngu gleymdu borgar, sem leit þó 0 hrörlega út, að varla var trúlegt, að líf gæti leynzt þarna innan veggja. — Gat það skeð, að hér byggju af- komendur þeirra, sem endur fyrir löngu höfðu reist þessa stóru borg? Tarzan varð nú aftur var við, að eitthvað var á hreyf- ingu innan veggja þessa musteris. „Komið,“ mælti hann. „Við skulum sjá, hvað felst á bak við þessa eyðilegu veggi.“ Menn hans vildu ógjarnan fylgja honum, en þegar þeir sáu, að hann gekk óhikað inn um hliðið, komu þeir á eftir honum í þéttum hnapp, auðsjáanlega dauðhræddir. Sams konar óp og það, er þeir heyrðu um nóttina, hefði nægt til þess að reka þá á flótta sömu leið og þeir voru komnir. Tarzan hélt ótrauður áfram, og er hann kom inn í húsið, fann hann, að mörg augu horfðu á hann. Þrusk heyrðist í skugga anddyris rétt hjá, og hann var fullviss um, að hann sá mannshönd, sem sleppti handfangi á hurð, er lá að hvelfingu þeirri, er hann nú stóð í. Gólfið var steypt, en veggir allir voru úr höggnu og slípuðu graníti. Voru alls konar dýra- og mannamyndir höggnar á þá. Sums staðar voru töflur úr gulum málmi greyptar í veggina. — Þegar hann kom nær einni af þess- um töflum, sá hann, að hún var úr gulli og þakin mynd- letri. Bak við þetta herbergi voru mörg önnur. Tarzan fór um þau og sannfærðist meir og meir um auðlegð þeirra, sem byggt höfðu þessa borg. í einu herberginu voru t. d. sjö súlur úr skíra gulli og í öðru var sjálft gólfið úr þess- um dýra málmi. 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.