Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1974, Side 28

Æskan - 01.09.1974, Side 28
Fátæki drengurinn unnar átti engan föður, aðeins móður, sem bjó í kofa og lifði á því að vefa og splnna fyrir aðra. Hún hafði Ktið handa á milli, en það vissi Gunnar ekkert um. Honum leið vel. Vindaugað lá vel við sólu og sólar- geislarnir liðu um gólfið. Hann skreið á eftir þelm og vildi veiða þá og hann lék sér við kettlinga, sem voru jafnléttlyndir og áhyggjulausir og hann. Mamma hló að þeim og gleymdi erfiðleikunum um stund. Hún söng oft fyrir hann og hann var hrifnastur af þessari vlsu: „Lítill fugl sat á lindarkvlst fyrir Guðs náð — Hann söng svo vel um Jesú Krist — fyrir Guðs náð.“ Þetta varð til þess, að hann fór að vlrða fuglana fyrir sér. Hvers konar fugl var þetta? Var það starri? Eða þröstur? Kannski sólskríkjan, sem söng svo vel. Svalan á háu flugi? Nei, það voru ekki þannig söngvar, sem hann þráði. Loks kom gaukurinn sfðastur allra. Var það hann? Þá hló mamma og þau komu sér saman um, að enginn nema starrinn gæti set- ið á lindarkvist. Þar sat ekki sólskríkjan við söng. — Það var svo margt að sjá og læra daglega. Nágrannlnn áttl stórþýli og hest og kú og hafði smala. Hvers vegna eigum við það ekki, mamma? — Hverju þar þá að svara ... Á jólakvöld fengu þau jólatré og mamma söng um jólaþarnið: „Eins og sólin bjarta brosir barnið milt í móðurfaðml." Hún sagði honum líka frá Betlehemsstjörnunnl. Gunnar fór að virða himininn fyrir sér, sól og tungl, stjörnur og ský. Allt var jafnfurðulegt! Blátt áfram stórmerkilegt! I fyrsta skipti, sem hann kom til kirkjunnar undraðist hann turninn og hanann, sem var efst uppi. Hann kippt- ist allur til, þegar þjöllunum var hrlngt. Var það þessi hani, sem galaði svona hátt? Hann klpptist við, þegar orgelleikurinn hófst, en fannst þetta eitt hið fegursta, sem hann hefði heyrt og kirkju- söngurinn minnti hann á ölduklið. Hann fór að syngja með sætum róml, en orðin kunni hann ekkl. Mamma varð að þagga niður í honum. Þá steig maður í undarlegum klæðum upp i stól og hóf að tala með syngjandi raust. Gunnar sofnaði værum svefni... Gunnar var myrkfælinn jafnvel að degi til, þegar skugg- arnir hvíldu um fellin og fjörðurinn var myrkur, en hví var hann svo myrkur? Hvers vegna skín sólin ekki, mamma? Hefur hún nokkuð annað að gera? Einu sinni spurði hann: „Hvers vegna er kalt, mamma? Hvar eru allir fuglarnir? Hvar eru öll blómin?" Það var ekki auðvelt fyrir hana að veita honum svar við öllum spurningunum. Einu sinni kom hann hágrát- andi inn eftir að hafa leikið sér við önnur börn, sem kölluðu hann lausaleikskrakka. „Hvað er lausaleikskrakki, mamma?" í annað sinn fékk hann framan í sig nafnið „Gustuka- barn“. „Hvað er gustuk, mamma?" Svo varð mamma veik og þoldl ekki grófa helmabak- aða brauðið og Gunnar átti að fara og kaupa sykrað brauð hjá bakaranum. Á heimleiðinni leit hann i pokann og ... namm, namm! Gat hann ekki fengið sér elnn blta'? Nei, mamma átti að fá allt til að hressast. Hann hrökk við, því að geltandi hundur kom út um eitt hliðið. Gunnar dirfðist ekki að bæra á sér, en hundur- inn kom geltandi til hans. Gunnar fékk blóðbragð i munn- inn, svo hratt sló hjarta hans. Nú er úti um mig! Hann vissi ekkert, hvað hann átti tll bragðs að taka. Hann greip í pokann og rétti hundinum sykrað brauð- Hundurinn glefsaði í það og dinglaði svo skottinu vln- gjarnlega. Þeir voru orðnir vinir. Gunnar sleikti sjálfur sykurkornin af fingrunum. Skömmu seinna brast hann í grát. Mamma átti að té þetta allt til að verða frísk — var ekki of litið eftir? Ég átti ekki að gefa hundinum bita, en þá hefði hann víst drepið mig og mamma hvort eð er ekkert fengið. Svo hljóp hann við fót til að fleiri hundar gætu ekki freistað hans og hugsaði kátur, þegar hann kom að kof' anum: „Ég ætla að borða hafragrautlnn, já, það geri ég til að mamma verði frísk! En hundskömmin, að gefa honum einn blta af þessu fina brauði! Svei þeim kláðagemlingi! JESKAN7ST 26

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.