Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1974, Side 30

Æskan - 01.09.1974, Side 30
CT* inhverju sinni datt Ijóninu í hug að halda velzlu. Það sendi boðs- seðla til tígrisdýrsins, jagúarsins, pard- usdýrsins og úlfsins. Allir þessir boðs- gestir urðu ákafiega glaðir, þegar þeim barst boð, því að það var langt síðan þeim hafði verið boðið í veizlu. En þegar Ijónið fór að líta ofan í peningabudduna sína, sá það, að hún var galtóm. Þar var ekki svo mikið sem fimmeyringur. „Hvernig á ég nú að fara að því að halda veizlu, þegar ég á enga peninga til að kaupa mat fyrir?“ muldraði Ijón- ið og hristi loðna makkann sinn. En í sömu svifum datt því gott ráð f hug. Það sendi nú einnig boðsseðla til zebradýrsins, hjartarins, strútslns, ga- zellunnar og hundsins og bað þau að gera sér þann heiður að koma I veizl- una. Zebradýrið, hjörturinn, strúturinn og gazellan svöruðu samstundis, að þeim væri það mikil ánægja að koma og heimsækja Ijónið. En þegar hundurinn las boðsseðilinn, varð hann dálítið hugsandl. Hvernig stóð nú á þessu skyndllega vinarboði? hugsaði hann. Svo gekk hann um meðal nokkurra dýra og spurði þau, hvort þau væru boðin til Ijónsins. Og þegar hann fékk að vita, að auk vina sinna, zebradýrsins og þeirra félaga, hefði úlfinum, tígrisdýrinu, pardusdýrlnu og jagúarnum verið boðið, varð hann hugsi. „Þetta er undarlegt," hugsaði hund- urinn. Hann gekk nú heim að bæ úlfs- ins, en úlfurinn var þá ekki heima, held- ur einhvers staðar á veiðum. En unginn hans var heima og opnaðl fyrlr honum. „Ég mætti kannski koma Inn fyrir og biða eftir föður þfnum?" spurði hund- urinn. „Já, gjörðu svo vel,“ sagði litli úlf- urinn kurteislega. Hundurinn gekk nú inn f bæinn og fékk sér sæti. En þegar hann hafði setið litla stund kom hann auga á boðsseðilinn frá Ijóninu, sem lá á borðinu. Hann gægðist f hann f laumi og tók þá eftir nokkru, sem vakti at- hygli hans. En þegar hann hafði orðið þessa var, fór hann að óróast, hann stóð upp og sagði við litla úlfinn: „Ég held, að það sé ekkert nauðsyn- legt, að ég bíði eftir föður þfnum, og svo kvaddi hann í skyndi og hljóp heim iil sín. En á heimleiðinni hugsaði hann fast. Tíminn, sem stóð á boðsseðli úlfsins, var ekki sá sami, sem stóð á seðlinum hans. Á seðli úlfsins stóð, að hann ætti að mæta klukkan hálf þrjú — ekkl klukkan þrjú. Klukkan hálfþrjú áttu þau að mæta tígrisdýrið, úlfurinn, jagúar- inn og pardusdýrið, en allir hinir klukk- an þrjú. Hvers vegna? Hundurinn var ekki lengi að ráða gátuna. Hann og félagar hans áttu auðvitað að vera miðdagsmatur Ijóns- ins og félaga þess. Hannn kallaði nú á hin dýrin, sem voru boðin, en þau hlógu bara að hon- um. „Nei, nei!“ sagði strúturinn, sem hafði hlakkað afskaplega mikið til að fara í veizluna. „Þú ert heimskur, þetta myndi Ijónið aldrei gera.“ „Nei, kannske ekki, en ég ætla að minnsta kosti að láta vinkonu mína, kanínuna, grafa jarðgöng helm að bæ Ijónsins," sagði hundurinn. „Og þegar klukkan er hálf þrjú, ætla ég að gægjast inn og vita, hvað hinir gestirnir eru að tala um.“ „Við komum með þér,“ sagði zebra- dýrið. Hundurinn bað nú kanínuna að grafa jarðgöngin, og það gerði hún fúslega. Þau lágu beina leið heim að bæ Ijóns- ins og enduðu þar með ofurlitlu gægju- gati. Á sunnudaginn, rétt fyrir hálf þrjú> skriðu dýrin inn í jarðgöngln og laedd- ust hljótt að gægjugatinu. Og þegar þau voru þangað komin, sló klukkan hálf þrjú. Dyrnar opnuðust í sama bili og inn komu pardusdýrið og jagúarinn og Htlu slðar tígrisdýrið og úlfurlnn. „Góðan daginn, góðan daginn,“ sögðu þau og hristu hramm Ijónsins vlngjarn- lega. „Jæja, þá erum vlð öll komin.“ „Gjörið þið svo vel og fáið ykkur sæti, og látið svo sem þið séuð heima hjá ykkur. Miðdegisverðurinn kemur nú bráðum,“ sagði Ijónið glaðlega. Ljónið og gestir þess röbbuðu nu góða stund um daginn og veginn en allt f einu sló klukkan þrjú. „Nú geta þau komið á hverri stundu, sagði Ijónið. „Og þá ráðumst við á ÞuU á einu andartaki um leið og þau koma. Tfminnn ieið. Úlfurinn var orðinn nokkuð þungur á brúnina og leit oft til dyra. „Sagðir þú ekki, að þau ætluðu að koma?“ spurði hann. „Jú, jú,“ svaraði Ijónið. „En það er furðulegt, hvað þau koma selnt.“ Klukkan var nú orðin hálf fjögur.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.