Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1974, Qupperneq 39

Æskan - 01.09.1974, Qupperneq 39
að fara ekki alveg tómhentur, tók hann fuglabúrið meS sér. „HvaS ætlarðu að gera?" spurðu menn. „Allt fær sá sem blður,“ svaraði pllturinn. Það var gamalt máltæki. Þetta var reyndar ekkert svar, en hann hafði heldur ekkúmargt að segja. Hann flutti í kofa úti í skógi. Og menn töluðu um sérvizku hans, þar til þeir voru sjáifir orðnir þreyttir á því og gleymdu honum. Hann plægði jörðina og veiddi fisk og skógardýr sér til matar. Það kom aldrei fyrir að hann iðraði þess, að hafa ekki farið með bræðrum sínum. Einu sinni að kvöldlagi, þegar hann var að sofna, heyrðist honum dreplð hægt á gluggann, en sá ekki neitt. Eftir það hafði hann giuggann alltaf opinn. Nokkru seinna vaknaði hann við að drepið var á dyrnar. Hann fór á fætur, opnaði, en sá engan. Eftir það lét hann dyrnar alltaf vera I hálfa gátt á nóttunnl. Enn liðu nokkrir dagar. Þá var það einu sinnl, þegar hann vaknaðl, að hann heyrði einhvern þyt inni í kofanum, en gesturlnn, hver sem hann var, snaraðist út um dyrnar aftur. Þá fór kóngssonurinn að hugsa margt. Hann tók gamla fuglabúrið, setti það á borðið og lét það standa opið. Nú leið á löngu, áður en hann varð nokkurs var. En loks heyrði hann elna nótt þyt og þrusk Inni i kofanum. Einhver smaug inn í búrið og það skali aftur um leið. Kóngssonurinn klæddist hljóðlega og gægðist inn ( búrið. Þar sat vlzku- fuglinn. Hann var hvorki svartur né hvitur. Hann var grár, og svo samlitur morgun- skímunni inni í kofanum, að erfitt var að koma auga á hann. „Ætlarðu að eiga heima hjá mér?“ spurði kóngssonurinn. Euglinn svaraði ofur lágt: „Allt fær sá sem bíður.“ Skömmu seinna gengu tveir skógarhöggsmenn fram hjá kofanum. Þeim datt í hug að fara inn og fá sér hressingu. Kóngssonurinn bauð þeim inn. þegar þeir fóru þaðan aftur, kom þeim saman um, að þeir hefðu aldrei taiað við jafn vitran mann og þennan kofabúa. Eftlr þetta kom það oft fyrir, að menn Qerðu sér ferð heim að kofanum, ef þeir áttu í einhverjum vandræðum. Stund- um sagði kofabúinn aðeins: „Ég skal hugsa um það til morguns." Allir töluðu um vitra manninn i kofanum og seinast mundi einhver eftir þvi, að hann væri kóngssonur. ,,Farðu aftur heim í höllina. Við skulum krýna þig tll konungs," sögðu menn. „Bræður þinir hafa enn ekki komið aftur með fuglinn Alvis. Og ráðgjafarnir eru orðnir hrumir af elli.“ En kóngssonurinn vildi ekki flytja úr kofanum. Einu sinni sá hann, sér til mikillar undrunar, að farið var að rifa skóginn í kringum kofann. Siðan var konungshöllinn rifin og flutt smám saman út í skóg- lnn. Ráðgjafarnir sátu við borð og kinkuðu kolli, en tóku ekki eftlr þvi, að höllin var rifin utan af þeim, fyrr en fór að rigna. Þá flýðu þeir undan iilviðrinu hiður í kjallarann, og siðan hefur ekkert af þeim frétzt. Svo var farið að reisa höiiina aftur. Hún var reist utan um kofann mannsins ' skóginum. Hann varð að sætta sig við það. Nú var hann kominn i höllina og al,ir sóttu ráð til hans. Hann var því orðinn kóngur. Þá komu kóngssynirnir fjórir loksins aftur. Þeir höfðu farið á heimsenda, en komu aftur tómhentir og fálækir. Enda voru þeir fegnir að koma heim. Þeim þótti það dálítið undarlegt, að yngsti bróðir þeirra skyldl vera orðinn konungur og eiga vizkufuglinn. En þeir voru orðnlr lífsreyndir menn og vissu, aS Þann fugl eitir enginn uppi, þó að hann fari á helmsenda með gull og frítt föruneyti. 75 ÁRA RITHÖNDIN Rithandafræðingar fuliyrða, að inn- ræti manna og lundarfar endurspeglist í rithönd þeirra. Kerfi það, sem kennt er við Þjóðverjann W. Preyer, er [ fáum dráttum þannig: 1. Halli línunnar (því að fæstir skrifa alveg beinar linur, þó að svo virðist ( fljótu bragði): Hallist línan upp á við frá vinstri til hægri, ber það vott um bjartsýni og áhuga. Hallist linan niður á við frá vinstri til hægri, sýnir það, að skrifarinn er svartsýnn og niðurdreginn. 2. Bugðóttar línur (á óstrikuðum papp- fr) eru tvenns konar: Ef línan bognar fyrst upp og heldur svo niður á við, táknar það, að skrifarinn er áhugasam- ur við störf sin i byrjun, en missir kjark- inn, þegar fram líða stundir. Beygist línan fyrst niður og réttir sig siðan upp, er skrifarlnn verkkvíðinn en sækir i sig veðrið, þegar hann venst starfinu. Þá eru til örfáir menn, sem skrifa bugðóttar línur með báðum þessum einkennum á vixl. Það eru stjórnkænskumenn og læ- visir yfirborðsmenn. Þelr fáu, sem skrifa alveg þráðbeinar línur, eru menn, sem láta ekki utan að komandi áhrif breyta skoðun sinnl og óttast hvorki framtið- Ina né hlakka til hennar. 3. BiliS milli línanna og orSanna er athyglisvert: Litlir stafir og þétt skrift bera vott um nízku. Stór og gisin skrift táknar gjafmildi. Sé hún úr hófi fram gisin, merkir það óhófssemi. 4. Ruglist línur og orð saman, sýnir það óskýra hugsun. Óskýr skrift og óskýrt málfar fer oft saman. Hæfilegt og greinilegt bil milli lina og orða sýnir skarpa og rökrétta hugsun (Þannlg er skrift Darwins). 5. Sundurlausir stafir bera vott um óhagsýni, vöntun á rökvisi en mikið hugmyndaflug. Þannig skrifa margir listamenn. Miklir rithöfundar skrifa sjaldan samhangandi skrift. En það gera lærðir menn oftast. 6. Þegar stafirnir hallast mjög frð vinstri til hægri, sýnir það, að skrifarinn er tilfinningamaður. „Kaldir og rólegir“ menn skrifa lóðrétt. Ef stafirnir mynda 45° horn við línuna, er skrifarinn hæfi- lega viðkvæmur en lætur ekki tilfinn- ingarnar fara með sig i gönur. 7. StærS stafanna: Stafagerð áhuga- samra manna er stórgerð. Vel lagaðir stafir, án aukahlykkja, bera vott um « þroskað hugsanalíf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.