Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1974, Side 41

Æskan - 01.09.1974, Side 41
Listauppeldi A5 loknu námi í almennum skólum sækja yfir 300 ungl- 'ngar í Orjonikidze, borg í Norður-Ossetianlýðveldinu, aðra menntastofnun, sérstakan listskóla. Þar nema þeir undir- stöðuatriði fagurfræði með því að sækja tíma í myndlist, tón- lis*. höggmyndalist, listasögu o. s. frv. Börnin nema af mikl- Urd áhuga. Kennaraliðið gerir sitt bezta til að vekja með börnunum listfræðilegt innsæi í heiminn umhverfis þau. Notkun tónlistar í sambandi við teiknikennslu er at- hyglisverð uppfinning Orjonikidzeskólans. Tónlistin orkar myndrænt á huga barnsins. Tónlistarnámsskrá, er tekur bæði til sígildra verka og Þjóðlaga, er valin í samræmi við aldur unglinganna og verkefni hinna ungu listamanna. Algengast er, að börn á aldrinum 10—15 ára sæki þenn-, an skóla, en einnig er yngri deild við skólann. Því eldri sem börnin eru, þeim mun erfiðara er fyrir kennarana að V|nna með þeim. Áhugamál 12—13 ára barna eru fjölbreyti- legri, athyglisgáfa þeirra skarpari, og tilraunir eru gerðar til að skilgreina, hvað þau hafa séð og meta verk þeirra á gagnrýninn hátt. Kennararnir leiðbeina unglingunum ( skapandi starfi, beina athygli þeirra frá ytri atriðum við- fangsefnisins ( leit að tjáningu innihalds þess. Snerting við snilldina gerir heim barnanna bjartari, auð- ugri og áhugaverðari. Börn, sem búa yfir miklum hæfileikum til að mála, fara í sérstaka listskóla í því skyni að verða síðar atvinnulistamenn. Vinsældir skólans fara sívaxandi. Kennarar frá ýmsum borgum ríkisins og einnig erlendis frá koma þangað til þess að kynna sér kennsluaðferðirnar. Teikningar barna ( listaskólanum í Orjonikidze voru sýndar á 250 sýningum í 56 löndum. Listskólar fyrir börn eru í næstum hverri borg og mörgum þorpum í Sovétríkjunum. 39 Kennslustund f málun í (istaskólanum í Orjonikidze. Teikningar barna í listskólanum í Orjonikidze. Ofar: Hirðir með hjörð sína. Neðar: Skemmtiganga.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.