Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1974, Page 66

Æskan - 01.09.1974, Page 66
Skrýtlur. Nýtízku dansmúsík Einkasonurinn var að koma heim af skátadansleik. Foreldr- arnir vöktu eftir honum og spurðu, hvernig hann hefði skemmt sér.“ „Ágætiega," svaraði piltur- inn. „En það vildi að vísu dá- lltið óhapp ti!.“ „Og hvað var það?“ „Hann Hákon hlammaði sér bara niður á plötustaflann og mölbraut allar dansplöturnar fyrir okkur." „Urðuð þið þá ekki að hætta að dansa?" „Sei-sei, nei. Við dönsuðum bara eftir segulbandinu með framburðarkennslunni í bréfa- skólanum." Móðirin: „Almáttugur, læknir, hvað á ég að gera? Barnið mitt hefur bara gleypt pennann minnl” Læknirinn: „Nú, hvað er þetta, manneskja! Getið þér ekki skrifað með blýanti?" Stlna litla (við ókunnuga konu): „Hvað ertu gömul?“ Mamma hennar: „Uss, svona áttu aldrei að spyrja kvenfólk, krakki." Stína: „Hvað hefurðu lifað mörg ár?“ Móðirin: „Hvar hefurðu lært þennan voðalega munnsöfnuð, drengur?" Drengurinn: „Af heimsfræga höfundinum, sem við erum að lesa bók eftir f skólanum." Móðirin: „En ég vil bara ekki hafa, að þú sért f þess háttar félagsskapl" Móðirin: „Eruð þér maðurinn, sem bjargaði iitla drengnum mfnum frá drukknun?" „Já.“ „Hvar er þá húfan hans?“ ; : : : : V JÖSSI BOLLA Texli: Johannes Farestvelt Teikn.: Solveig M. Sanden 1. Það er kviknað í kofaþakinu, en Bjössi leggur ekki árar i bát, þótt á inóti bLási. „Komdu Þrándur," skipar hann. „Við skerum okkur birkihrislur hér ár runnunum og bleytum þaer i læknum." — 2. Þetta virðist ætla að duga. Með blaut- um greinunum tekst þeim að slökkva logana. En eftir er aðeins smáglóð i viðnu® yfir dyrunum. „Þá er það eftirleikurinn,“ segir Bjössi um leið og hann þrífur fötu, sem er þarna, og skundar niður að ánni. — 3. Hann fyllir fötuna og hendist að kofanum. Þar stendur Þrándur enn og slær með hríslunni á glóðina, sem eftir er, og tekur ekkert eftir því, hvað Bjössi hefur fyrir stafni — og þið sjáið af- leiðingarnar. — 4. Þrándur bölvar hressilega, og fokvondur þrifur hann fötuna af Bjössa. „Þurftir þú endilega að hella yfir mig, asninn þinn. Geturðu ekki lit> i kringum þig?“ „Littu bara sjálfur i kringum þigl Er það nú slökkviliðsmaður> sem ekki þolir vatnsskvettu 1“ — 5. Þrándur er svo reiður, að hann svarar ekk> en þýtur með fötuna niður að á. „Það skulu fleiri blotna,“ tautar hann uro lel og hann fyllir fötuna. Bjössi sér, hvað verða vill, æðir inn i kofann og hendir sér upp í púm. Þegar Þrándur kemur með vatnsfötuna og ætlar að demba Bjössa, öskrar Bjössi: „Ef þú vogar þér að hella yfir rúmfötin, skal ég klaga P fyrir pabba.“ Þrándi lizt ekki á það, lætur fötuna síga og mesti móðurinn rcn®1 af honum. — 6. „Jæja, jæja, en hegning þín skal vera þessi: Þú sækir eldlV* ’ kveikir upp i eldstæðinu, þurrkar fötin af mér og hitar kaffi, vatn hefurðu ])ar^ i fötunni.“ Bjössi er feginn að sleppa svona vel, og ekki líður á löngu þar Þrándur situr makindalega við eldinn og þurrkar föt sín.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.