Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 21

Skírnir - 01.12.1919, Side 21
Skirnir] Jón Thoroddsen. 227 eins. Ekkert nef, enginn fingurgómur, enginn málrómur eru.að öllu eins. Og eins tölum vér engir sama málið, þótt vér tölum sama móðurmálið. Orðaforði vor er mis- jafn, sumir hafa tíðast þau orðin, er aðrir nota sjaldnast, setningaskipun vor er ólik o s. frv. Og flestir höfum vér sérstakar málvenjur og málkæki, eins og t. d. þingmað- urinn, er smeygði »nefnilega« í næstum því hverja smá- setning, sem rann af hans munni. Jón Thoroddsen hefir haft óvenju-næmt eyra á þessum mismun og hæfileikann tií að ná rödd hvers kvikindis, ef svo má að orði kveða. Það þarf alls ekki að segja okkur, að það séu Gróa á Leiti, Bárður á Búrfelli, Sigvaldi prestur, Hlíðarhjón eða Þuríður gamla, sem tala, þá er þau tala. Vér myndum fljótt kenna þau fyrir því, eins og vér i þreifandi myrkri þekkjum kunningja vora á röddinni eða heyrum oft, hver talar við oss i sima, áður en viðtalandi segir til sín. Fá skáld hafa betur forðast en Jón Thoroddsen þann stórtíða galla á skáldsögum, að persónur tala þar sama mál sem skáldið ritar. Meiri hermikráka en hann í þeirri merk- ingu orðsins hefir ef til vill ekki komið á þetta land. Á fáu er skáldið auðkendara en þessari íþrótt. Þið skáldefni °g skáldaspillar íslands! Berið ykkur hér saman við Jón Thoroddsen. og segið ykkur síðan, hvort þið eigið þenna guðdómsneista þessa listaskálds. Skaplyndi og geðbrigði sögufólksins sést á samtali þess eins og í gegnum gagnsæja slæðu. Taki menn eftir, kvernig Gróa á Leiti lætur eiturdropa kjaftháttarins leka i «yru Ingveldi vinkonu sinni í veizlunni hjá séra Tóm- asi: »Það er ekki fyrir það. Þetta er mesta trippi, stelp- an> þó hún sé prestsdóttir. Og vitið þér, hvers vegna hun vildi ekki láta yður skauta sér« (segir Gróa). »Ó nei.« *Æ, mig grunar, að hún væri hrædd um, að þér mynd- uð sjá það, sem ekki á að sjást, en hver heilvita maður getur þó séð. Þér munuð hafa heyrt það, sem talað er.« ^O-nei, ekki hefi eg heyrt það.« »Þá get eg sagt yður Það; um hana og prestinn hérna —« »Nú, nú.« »Og Pvi þau biðu ekki með brúðkaupið til vorsins, eins og 15*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.