Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 7

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 7
VIÐ VEGASKIPTI. Þegar skáldið Stephan G. Stephansson lét í haf eftir heimsókn sína hingað sumarið 1917, sendi hann okkur kveðju sína, lítið ljóðkver, er hann nefndi Heimleiðis. I því er vísa, sem heitir Við vegaskipti, og mælt er, að hann hafi kveðið, er hann kvaddi Skagfirðinga á Vatnsskarði þá um sumarið, en þessi vísa gæti fremur öðrum verið kveðja hans til þjóðarinnar allrar og, þegar betur er að gætt, kveðja hans til mannkynsins alls. 1 henni sameinast óskir þær, sem hann ber fram með mörgum orðum og marg- vislegum blæbrigðum í kvæðum sínum, lífsskoðun hins djúpvitra skálds. Hann segir: Þó við skiljum þetta ár, þar er við að kætast: I framtíð allar okkar þrár einhvern tíma mætast. ** Ég skal játa það, að í fyrstu fannst mér eðlilegra, að farið hefði verið fram á, að óskir okkar mættu rætast, en við nánari athugun sá ég, að það var allt önnur beiðni og bænin, að óskir fengju að mætast, miklu hærri og víð- feðmari. Þegar óskir okkar mannanna mætast, munu þær vissulega einnig rætast. Engin hætta var á því, að skáldið hefði valið orð sín af handahófi eða út í bláinn. Mikill atburður verður þann dag, er óskir mannanna mætast. Hvar og hvenær verður það? Stephan G. Stephansson hafði horft á kynslóðir mann- anna, hugsað um mennina og kjör þeirra, séð „sundurlynd- isfjandann,“ sem spillir sambúð þeirra, og fundið átak- anlega til þess böls, sem tvídrægni þeirra og andúð valda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.