Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 13

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 13
VIÐ VEGASKIPTI 187 Ef samskotalistum fylgdu öll þau orð, sem yfir þeim eru sögð, og allar þær hugsanir, sem þeir vekja, svo að úr því mætti lesa á móttökustað, mundu vesalings þiggjend- urnir ekki finna eintómar blessunaróskir að sér streyma, stundum kannske bölbænir öllu fremur. Þetta er ekki ósvipað því, þegar menn greiða gjöld sín til opinberra þarfa menningarþjóðfélags. Menn leggja ekki fyrirbænir og heillaóskir ofan á framlög sín. Hitt er líklegra, að gjaldandinn bölvi þeim vesæla skríl, sem hann verður að styrkja með fjármunum sínum, því sem hann hefir sjálfur unnið fyrir með súrum sveita eða eignazt fyrir heiðarlegt framtak sitt. Svona fjarlægir hverjir öðrum eru jafnvel þeir, sem eru þó að hjálpast að, hversu miklu fremur þá þeir, sem vísvitandi deila og telja sig andstæð- inga og f jandmenn. Er nokkur von til þess, að þrár mann- anna mætist? Eða hvaða leið á að fara til þess, að svo niegi verða? 1 19 aldir höfum við mennirnir átt svar við þessari spurningu, og þó hefir það svar ekki orðið að lifandi raunveruleika vor á meðal. Kærleikurinn er vel til þess fallinn, að talað sé um hann í prédikunarstólnum á helgum dögum. Um hann eru til fagrar sögur, einkum ef þær eru nógu gamlar. Það getur verið gott að vita af honum í ann- ari tilveru, ef hún er nokkur til. En birtist hann í lifi samtíðarmanns, er hann aðeins dálítið brosleg firra. Að visu er þeim, sem á bágt, einkar þægilegt að njóta hans, en að gera hann að meginreglu til að lifa eftir, nær auð- vitað engri átt, enda hefir það sjaldan verið reynt og að því er virðist aðeins einu sinni tekizt. Og þó er hann það oina, sem hugsanlegt er að gæti verið sameiningartákn mannanna. Kærleikurinn, alheimselskan, ástin, er lykillinn að hjörtum mannanna, að þau opnist og njótist. Hélgi Konráðsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.