Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 65

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 65
KRISTINDÓMSFRÆÐSLA í FRAMHALDSSKÓLUM 239 Ég hefi fermt nokkur börn 15 ára, bæði drengi og stúlk- ur, og nokkur þeirra hafa gengið til fermingarspuminga í 2 ár, og ég þykist hafa orðið var áberandi mismunar í skilningi, hugsun og þroska og allri andlegri framför á þessu eina ári. Ættum við ekki, áður en reglugerðir framhaldsskólanna eru til fulls úr garði gerðar, að athuga, hvort við ekki getum fengið því áorkað, að kristindómur verði kenndur að minnsta kosti 2-tíma á viku í miðskólum og Gagnfræða- skólum, og athugað sé, hvort fermingin ætti ekki að verða samferða burtfararprófi miðskólanna, og verði á þann hátt lokaþátturinn í skyldunámi barnanna. Þetta er mál, sem við getum ekki látið afskiptalaust. Friðrik J. Rafnar. ★ Kristindómsírœðsla í húsmœðraskólum. Mér hefir verið fengið það hlutverk að segja eitthvað um kristindómskennslu í húsmæðraskólum. Stafar það ekki af því, að ég sé neinn sérfræðingur í því efni, heldur miklu fremur hinu, að ég er í nábýli við húsmæðraskóla og hefi tvo undanfarna vetur haft þar lítils háttar kristindóms- kennslu með höndum. Á prestastefnunni vorið 1943 var samþykkt ályktun þess efnis, að prestastefnan legði til, að í öllum unglinga- skólum landsins, héraðs- og gagnfræðaskólum, húsmæðra- skólum, kvennaskólum og menntaskólum verði eigi varið minna en einni kennslustund á viku í hverjum bekk til fyrirlestra og kennslu í kristnum fræðum. Milliþinganefndin, sem undirbjó skólalöggjöfina 1946, tók tillit til þessarar ályktunar, að m. k. hvað húsmæðra- skólana snerti, og er svo ákveðið í 16. gr. laga um hús- mæðrafræðsiu frá 7. maí 1946, að kristin fræði skuli kennd

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.