Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 69

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 69
KRISTINDÓMSFRÆÐSLA í HÚSMÆÐRASKÓLUM 243 hugi og hjörtu barna sinna aS þeim hlutum, sem giftu- samlegir eru í mannfélaginu, þeirri lífernislist, sem þeim má helzt til blessunar verða. Því er treyst, að umhyggja þeirra fyrir afkomendunum, heill þjóðfélagsins og mann- kynsins í heild sé svo mikil, að til þess náms og starfs leggi þær fram ekki minni alúð og orku en til annara starfa í þágu heimilis síns. Einar skáld Benediktsson segir í einu af sínum djúpúðugu kvæðum: „Móðurhönd, sem vögguvéin rækir, vegaljósið býr til fjarstu stranda." Þetta er sannleikur! Og þá er mikið undir því komið að sú hönd sé ekki aðeins mild og hlý, heldur stjórni henni einnig göfug og vitur sál, sem hefir ríka tilfinningu fyrir ábyrgð sinni og mikinn skilning á því, hvers konar gæfuhnoða hún vill gefa barni sínu í vöggugjöf. — Þá kem ég að því atriði, sem líklegast hefði átt að vera aðalefni þessara hugleiðinga, þó að þar verði ekki úrlausnirnar miklar hjá mér. En það er: Hvert sé æski- legasta fyrirkomulag þessarar kennslu? I því sambandi vil ég skýra frá aðferð minni, en hún er vitanlega enn á tilraunastigi. Ég hefi notað Nýja testamentið við kennsluna og eink- um lagt Fjallræðuna til grundvallar. En út frá henni hefi ég reynt að gera sem skilmerkilegasta grein fyrir helztu trúar- og siðahugsjónum kristindómsins og komið í því sambandi að ýmsum dæmisögum Jesú og líkingum. Námsefnið á að vera sæmilega kunnugt úr barnaskól- anum. En af því að andlegi þroskinn er nú orðinn meiri, hefi ég leitazt við að hafa útskýringar mínar á nokkru rýmra sviði en að jafnaði tíðkast við uppfræðslu barna og gert mér einkum far um að leitast við að efla skilninginn á hinum örlagaríku áhrifum trúar og lífsskoðana á daglegt líf og breytni, farsæld og hamingju einstaklinga og þjóða. Hefir það gefið tilefni til að minnast á ýmislegt í sálvís- indum, uppeldisfræði og mótun skapgerðarinnar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.