Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 4
segja að úr því sem komið var hafi verið erfitt um vik. Nokkrar smávægilegar breytingar eru í hinni nýju útgáfu, flestar til bóta. Nefna má gleggri skil milli lagagreina og málsgreina með sérstökum auðkennum, aðgengilegri og ná- kvæmari tilvísanir ( lög og almenn stjórnvaldsfyrirmæli og ítarlegri atriðis- orðaskrá en verið hefur í eldri söfnum. Þá hefur tekist vel til um val á pappir og leturgerð. í formála lagasafns eru tilgreindar ástæður þess að sleppt var tilvísunum í dóma að þessu sinni. Þótti sýnt að það tefði mjög útgáfu safns- ins ef ráðist yrði í það verk. Er það nokkur skaði þótt takmarkað gagn hafi kannski verið að dómatilvísunum í fyrri lagasöfnum. Aðalatriðið nú er að hyggja vel að framhaldinu svo að útgáfumálin drabb- ist ekki niður aftur. Stefna ber að sívinnslu safnsins, heppilegri tilhögun á útgáfustjórn og fastráðningu starfsmanns. Brýn nauðsyn er á því að safnið komi út með styttra millibili og viðaukar þess á milli. Það er einnig æskilegt að lagasafn hafi meiri upplýsingar að geyma, t.d. tilvísanir í dóma og fræði- ritgerðir. Það er aftur meira álitamál hvort rétt sé að setja markið svo hátt að birta skýringar með lagagreinum. Með hjálp tölvutækninnar gefst tæki- færi til að gefa út sérlagasöfn, dómaskrár o.fl. Það iofar vonandi góðu að samþykkt var á Alþingi hinn 22. maí sl. þingsályktun þar sem ríkisstjórninni er falið að leita eftir samstarfi við Lagastofnun Háskóla íslands um framhalds- vinnslu lagasafns, með það m.a. í huga að ávallt sé tiltækur réttur texti gild- andi laga í landinu. Jafnframt verði lögð á ráðin um framtíðarskipun útgáf- unnar og alhliða upplýsingamiðlun um réttarreglur, enda verði tölvutækni hagnýtt svo sem kostur er. Ennfremur var ríkisstjórninni falið með ályktun þessari að sjá til þess að maður verði ráðinn til að framkvæma þessi verk- efni svo og að komið verði á laggirnar níu manna þingkjörinni nefnd til ráðu- neytis. Þingsályktunin fjallar einnig um lagahreinsun og samræmingu gild- andi laga. Raunar er þessa eina atriðis getið i yfirskrift ályktunarinnar. Á því leikur mikill vafi svo að ekki sé meira sagt hvort heppilegt sé og eðlilegt að blanda þessu máli saman við framhaldsvinnslu lagasafns, eins og gert er í ályktuninni, en það er efni í aðra forystugrein síðar. Jónatan Þórmundsson GERBREYTING GERÐARDÓMSMEÐFERÐAR Athugunarefni er hvort sú leið sé fær til úrbóta í réttarfarsmálefnum að styrkja stöðu gerðardómsmeðferðar verulega. Unnt er að koma á mun betra skipulagi en nú tíðkast innan ramma núgildandi laga. Æskilegt er þó að gerðardómum, sem standast vissar gæðakröfur, verði veitt aðfararhæfi. Verð- ur vikið að því síðar. Markmiðið með þeim hugmyndum að nýbreytni sem hér verður rædd er að veita gerðardómsmeðferð meira gildi en hún hefur nú og að gera hana eftirsóknarverðari með þeim hætti að mun fleiri sækist eftir því að leita gerðardómsúrlausnar I málum sínum. Aðilar fengju þar með að jafnaði skjóta úrlausn mála sinna. Hitt er þó ekki sfður mikilvægt að álagi verði létt af dómstólum og þeim jafnframt veitt nokkur samkeppni og nauð- synlegt aðhald. Bæði kostir og ókostir fylgja gerðardómsmeðferð eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.