Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 29
(2) Ráðið. Þar eiga sæti fulltrúar 36 ríkja og er hér um framkvæmda- stjórn stofnunarinnar að ræða. Á vegum þess starfar efnahags- og skipulagsnefnd og tækninefnd (162. gr.). (3) Aðalskrifstofa. (4) Framkvæmdastofnun. Stofnun þessi skipuleggur og annast beina vinnslu auðlinda hafsbotnsins af hálfu Hafsbotnsstofnunarinnar. (5) Sérstök hafsbotnsdeild sem starfa mun innan hins nýja Hafrétt- ardómstóls, er staðsettur verður í Hamborg. Er hlutverk hennar að fjalla um deilur vegna hafsbotnsmála milli ríkja og deilur milli hinnar nýju Hafsbotnsstofnunar og einstakra ríkja. Það er grundvallaratriði hafsbotnsákvæðanna að hafsbotnsvinnslan skal vera til góðs fyrir mannkynið, eins og það er orðað í 140. gr. Á arðurinn af vinnslu auðlindanna þar að skiptast milli þjóða samkvæmt ákvörðun Hafsbotnsstofnunarinnar á sanngjarnan hátt en þó með sérstöku tilliti til þarfa þróunarríkjanna og þeirra landsvæða sem enn hafa ekki hlotið sjálfstæði, sbr. ályktun allsherjarþings S. Þ. nr. 1514 (XV). Komið verður á laggirnar tvíhliða vinnslukerfi. Ríki og einstök fyrirtæki geta sótt um og hlotið vinnsluleyfi gegn því að greiða vinnslugjald sem er ákveðinn hundraðshluti af markaðsverði vinnslu- afurðanna (5-12%) eða með beinum greiðslum til stofnunarinnar. Jafnframt því er gert ráð fyrir því að Framkvæmdastofnunin stundi sjálf vinnslu á svæðinu fyrir eigin reikning þegar nægrar tækniþekk- ingar og fjármuna hefur verið til þess aflað. Það voru lönd þriðja heimsins sem voru í fararbroddi um mótun hinna nýju réttarreglna um hafsbotnssvæðið og vinnslu þar. Erfiðlega gekk að ná samkomulagi við hin þróuðu ríki Evrópu og Ameríku um mál þessi en þau eru hin einu, auk Japans, sem í dag hafa yfir nægri tækniþekkingu að ráða til námavinnslu á hafsbotni. Ýmis þeirra geta illa fellt sig við þessi ákvæði sáttmálans, og eru Bandaríkin þar fremst í flokki, þar sem frelsi einstakra ríkja til vinnslu neðan heimshafanna verður nú afnumið og þar með þeir hagnaðarmöguleikar sem í slíkri vinnslu felast. Hér er þó á það að líta í þessu sambandi að hinar nýju reglur um landgrunnslögsögu ríkja valda því að flest þau svæði sem auðugust eru af olíu og gasi munu verða innan landgrunnslögsögu á sama hátt og nær 90% af fiskiauðlindum eru innan efnahagslögsögunnar. Engu að síður er um mikil málmverðmæti að ræða á alþjóðlega hafsbotnssvæð- inu, og þá ekki síst hinar svonefndu manganvölur (manganese nodu- les) sem finnast m.a. á botni Kyrrahafsins í miklum mæli. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.