Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 28
olíu- og gasvinnsla á hafsbotni, svo sem í Norðursjó og víða um heim, á ný og fullkomnari ákvæði um verndun hafsins gegn mengun. VIII. HIÐ ALÞJÓÐLEGA HAFSBOTNSSVÆÐI. Kveikjan að endurskoðun hafréttarins var, eins og áður sagði, tillögur um að hafsbotnssvæðin utan lögsögu ríkja yrðu lýst sameiginleg arf- leifð alls mannkyns. Þær tillögur náðu fram að ganga, sbr. XI. hluta sáttmálans, og hafa í för með sér gerbreytingu á réttarstöðu hafs- botnsins. Þessi ákvæði, ásamt ákvæðunum um efnahagslögsöguna og landgrunnið, eru tvímælalaust mikilvægustu nýmæli þess nýja hafrétt- ar sem í sáttmálanum er að finna. Áður hafði verið litið á réttarstöðu hafsbotnsins utan landgrunns ríkja sem res communis á sama hátt og úthafið1). Nú er þetta svæði og auðlindir þess lýst sameiginleg arfleifð mannkyns (136. gr.) og sett undir alþjóðlega stjórn. Mörk svæðis þessa eru við 200 mílna efnahagslögsöguna eða ytri mörk landgrunns ríkja, ef þau mörk liggja utar, skv. nánari ákvörðun VI. kafla sáttmálans um landgrunnið. Þegar rætt er um auðlindir hins al- þjóðlega svæðis er einkum átt við þær málm-, og olíu- og gasauðlindir sem á eða í hafsbotninum eru. Lifandi auðlindir, fiskur og sjávardýr sem þar finnast, tilheyra því auðlindum úthafsins. Er öllurn ríkjum því frjálst að nýta þær í samræmi við ákvæði VII. kafla sáttmálans um úthafið. Réttarstaða hafsins yfir hinu alþjóðlega svæði, og loftrýmis- ins, verður því óbreytt. Þar sem hámarksvinnsla á hafsbotni getur aug- ljóslega haft ýmis skaðleg áhrif á lífið í sjónum er að finna ýmis ákvæði í hafsbotnskaflanum um vernd hafsins og auðlinda þess gegn mengun og öðrum slíkum áhrifum (145. gr.). Sett er á laggirnar alþjóðastjórn yfir hafsbotnssvæðunum, Hafs- botnsstofnun, sem verður ný stofnun í tengslum við Sameinuðu þjóð- irnar. Þar til sáttmálinn tekur gildi og stofnunin hefur störf starfar sérstök undirbúningsnefnd sem sett var á laggirnar með ályktun Haf- réttarráðstefnunnar og öll ríki geta átt aðild að. Innan Hafsbotnsstofnunarinnar munu starfa eftirfarandi ráð og und- irstof nanir: (1) Þingið. Þar eiga öll aðildarríki fulltrúa og er hlutverk þess stefnu- mörkun í hafsbotnsmálum. 1) C. J. Colombos, International Law of the Sea. Fourth Edition 1959, bls. 61. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.