Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 39
a) Synjun að gefa skýrslu. Ákæruréttarfar er reist á þeim grund- vallarrökum, að ekki eigi að þurfa atbeina sakbornings til þess að upp- lýsa mál og að sökunautur sé aðili máls með ákveðnum takmörkunum. Sökunautur hefur skv. 1. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 77. gr. oml. rétt til þess að neita að tjá sig um sakarefnið. Slík synjun á því ekki að hafa áhrif á frádrátt gæzluvarðhaldstíma. b) Neitun sektar. Sekur maður, sem neitar sekt sinni, ber að vísu rangt fyrir lögreglu eða rétti, en það varðar ekki refsingu samkvæmt 143. gr. hgl. Slík neitun getur verið af sömu rót runnin og synjun að gefa skýrslu, þótt ákvæði oml. eigi ekki beinlínis við um neitun sektai*. Hrein neitun án annarra ósanninda ætti ekki að útiloka frá- drátt.1) Islenzkir dómstólar hafa samt stundum, einkum áður fyrr, miðað upphaf frádráttar við játningu, sbr. Hrd. XX, bls. 119; XXV, bls. 621; XXVII, bls. 9 (26) ; XXXII, bls. 538 (546, 586). Önnur nið- urstaða varð í Hrd. XXVII, bls. 682; XLIV, bls. 690. c) Rangar skýrslur o.fl. Ef sökunautur hefur torveldað rannsókn máls með röngum skýrslum, einkum fyrir rétti, með ósennilegum sögu- sögnum, vafningum, sýndarskjölum eða hefur gert sér upp geðveiki eða annað þvíumlíkt, er gæzluvarðhald yfirleitt ekki talið frádráttar- hæft, sbr. Hrd. XIX, bls. 215; XXII, bls. 179; XXVI, bls. 390; XXXII, bls. 724; XXXVIII, bls. 38; L, bls. 698 (701, 754), en hins vegar Hrd. XXV, bls. 149 (gæzlutími dreginn frá í dómi Hæstaréttar, en ekki í héraðsdómi); XLIV, bls. 690. Oft er mjótt á munum milli rangrar skýrslugjafar samkvæmt b- og c- liðum. d) Sérstakar athafnir til að torvelda rannsókn eða málsmeðferð. Átt er við athafnir sökunauts, sem sumar hverjar eru refsilausar, svo sem röskun á ummerkjum brots og strok, en aðrar refsiverðar sem sjálfstæð afbrot, t.d. hlutdeild í röngum framburði vitnis, skjalafals eða rangar sakargiftir, sbr. Hrd. XXXII, bls. 724. Athafnir af þessu tagi eiga að útiloka frádrátt gæzluvarðhaldsvistar. V. FRAMKVÆMD FRÁDRÁTTARINS. Þegar skilyrði 76. gr. hgl. eru fyrir hendi, er skylt að draga gæzlu- varðhaldstíma frá refsingu, en sum skilyrðin eru þó matskennd, sbr. Hrd. LI, bls. 1344; LII, bls. 689. I dómum er yfirleitt enginn rökstuðn- ingur fyrir ákvörðun um frádrátt, á hvern veginn sem hún er. Auk þess lætur ákvæðið dómstólunum það eftir að ákveða frádráttarein- 1) Sbr. Stephan Huruiitz, Kriminalret, Alm. del (1971), bls. 566. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.