Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 21
norðaustur-Atlantshafi, ásamt því landgrunni sem það skapar í suður og suðvestur, getur skoðast sem náttúrulegt (geomorphological) fram- hald íslands. Þetta grunnsvæði ætti því að skoðast sem hluti af land- grunni Islands, ef undan eru skildir þeir hlutar þess sem liggja innan 200 sjómílna efnahagslögsögu Færeyja, Bretlands og Irlands. Að því er Færeyjar varðar er unnt að halda því fram að jaðar fær- eyska landgrunnssvæðisins liggi á Faroe Bank Channel. Ef svo er getur landgrunn Færeyja ekki náð út fyrir 200 sjómílna mörkin. En því má einnig halda fram að rætur landgrunnshlíðarinnar (foot of the slope) liggi miklu suðvestar. Með því að miða við þær neðansjávar- myndanir (hæðir, hóla) sem liggja milli Færeyja og Hatton-bankans gætu Færeyingar rakið sig eftir þeim langt suður fyrir svæðið og því krafist stærsta hluta Hatton-Rockall svæðisins, a.m.k. 100 sjómílur út fyrir 2500 mera dýptarlínunna. Enn eru þessi mál öll lítt könnuð og samningaviðræður ekki hafnar um svæðið enn sem komið er. Raunar hafa Bretar með tilskipun, sem út var gefin 1974 á grundvelli Continental Shelf Act frá 1964, lýst yfir hafsbotnsréttindum sínum á meiri hluta Rockall-svæðisins.2) Því hafa bæði Danir mótmælt fyrir hönd Færeyja, í desember 1974, og einnig Irar. Bretar lögðu Rockallklettadranginn undir bresku krúnuna þegar árið 1955 og hafa síðan krafist landgrunnsréttinda út frá eynni á grundvelli ákvæða Genfarsamningsins frá 1958 sem heimilar slíkar kröfur. Ekki er hins vegar hægt að krefjast landgrunns í kringum óbyggða klettadranga skv. Hafréttarsáttmálanum, sbr. 121. gr. 3. mgr., en einmitt þetta atriði getur valdið því að Bretar fresti að fullgilda Hafréttarsáttmálann. 2. Ákvörðun markanna milli landa. Hafréttarráðstefnunni reyndist mjög erfitt að ná samkomulagi um það eftir hvaða réglum skyldi marka landgrunnið milli öndverðra eða samliggjandi ríkja. Sérstök samninganefnd, Négotiating Group 7, var sett á laggirnar til þess að leita lausnar undir forsæti E. Manner, full- trúa Finnlands. Átti starf formanns hennar mikinn þátt í því að loks fannst lausn á deilunum sem ríki gátu almennt sætt sig við. Á öndverðum meiði voru hér tveir hópar ríkja. Annars vegar voru þeir sem aðhylltust notkun miðlínureglu við skiptingu landgrunnsins milli ríkja. Fór Spánn fyrir þeim hópi. Hins vegar var sá hópur sem 2) E. D. Brcnvn, Rockall and the Limits of National Jurisdiction o£ the U. K.( Marine Policy, Vol. 2. No. 4. 1978, bls. 290-294. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.