Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 30
í þessu sambandi má einnig varpa fram þeirri spurningu hvort þessi þróun varðandi réttarstöðu hafsbotnsins muni síðar meir leiða til þess að kröfur verði gerðar til þess að hinar lifandi auðlindir úthafsins, yfir alþjóðléga hafsbotnssvæðinu, verði einnig lýstar sameiginleg arfleifð mannkyns og settar undir alþjóðastjórn. Þegar hafsbotnskafli sáttmálans er skoðaður út frá sjónarmiði Norð- urlanda kemur í ljós að ákvæði hans munu aðeins að litlu leyti snerta það svæði veraldar sem Norðurlönd byggja. Þau svæði eru að lang- mestu leyti innan landgrunnslögsögu þessara ríkja. Það er aðeins á takmörkuðu svæði milli Islands, Jan Mayen og Noregs sem um al- þjóðlegt hafsbotnssvæði gæti verið að ræða. IX. FRAMTlÐARÞRÓUN I HAFRÉTTARMÁLUM. Enn er ekki um það hægt að segja með nokkurri vissu hvenær Haf- réttarsáttmálinn tekur gildi, en 60 ríki þurfa áður að hafa fullgilt hann. Allnokkur ár munu sennilega líða þar til að því kemur. Sum ríki, svo sem Bandaríkin, hafa lýst því yfir að þau muni ekki gerast aðilar að sáttmálanum. Líklegt er talið að Bretland gerist ekki aðili fyrst um sinn og sama má segja um þau ríki sem greiddu atkvæði gegn honum eða sátu hjá. Ljóst er að virkni sáttmálans mun verða takmarkaðri en ella ef tvö stórveldanna standa utan hans og breyta eftir hinum eldri þjóðréttarreglum. Slíkt getur leitt til alvarlegra árekstra bæði milli ríkja svo og milli einstakra ríkja og hinnar nýju Hafsbotnsstofnunnar, ekki síst að því er varðar vinnslu á hafsbotni. Frelsi til slíkrar vinnslu og vernd þeirra fjárfestinga sem þegar eru þar fyrir hendi er einmitt aðalástæðan fyrir andstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna við þennan nýja alþjóðasáttmála. En önnur vandamál skjóta hér einnig upp kollinum. Þar er m.a. spurningin um réttarástandið frá deginum í dag þar til sáttmálinn hef- ur tekið gildi. Hvaða réttarréglum á að beita á því tímabili, t.d. um mörk landgrunnslögsögu, landgrunn smáeyja, vernd hafsins eða hafs- botnsvinnslu? Svörin eru ekki einföld og áhugavert lögfræðilegt við- fangsefni er að velta slíku fyrir sér. Sum ákvæði sáttmálans eru þegar greinilega orðin lex lata en ýmis önnur eru enn de lege ferenda. En hvar ber að skilja hér á milli? Það verður efni til mikilla lögskýringa á næstu árum. En víst er þó um það að gerð Hafréttarsáttmálans er merkt spor í átt til aukinnar alþjóða- samvinnu og friðsamlegra samskipta á svæði sem alls nær yfir um 70% af yfirborði jarðar. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.