Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 23
hefur þýðingu í mörgum tilvikum fyrir hagsmuni Norðurlanda. Má þar m.a. nefna deilur Norðmanna og Sovétríkjanna um landgrunns- mörkin í Barentshafi, mörkin milli Islands og Grænlands, þar sem miðlína gildir nú, milli Jan Mayen og Grænlands, mörkin í Eystrasalti og ákvörðun landgrunnsins á Hatton-Rockallsvæðinu þar sem Fær- eyingar og íslendingar eiga hagsmuna að gæta. V. VEIÐAR OG VERNDUN FLÖKKUSTOFNA. Mestur hluti fiskveiða mun fara fram í efnahagslögsögu þjóða þar sem nær 90% afla veraldar hefur hingað til fengist á því svæði. Stjórn- un og verndun stofnanna er því lögð að mestu leyti á vald strandrík- isins sem í flestu er einrátt um aðgerðir þar og ber ábyrgð á stjórnun og verndun fiskistofnanna á sínu svæði. I því víðtæka valdi felst viss hætta, eins og þegar hefur verið bent á, bæði til ofnýtingar stofnanna innan efnahagslögsögunnar og til vannýtingar þeirra ef heildarafla- magnið er ákveðið of lágt. Hér kemur hins vegar upp annað viðfangsefni þegar um er að ræða veiðar úr fiskistofnum sem ganga milli lögsögu tveggja eða fleiri ríkja eða efnahagslögsögunnar og úthafsins. Þar verður að beita öðrum og sérstökum reglum svo að ekki verði um ofveiði úr slíkum stofnum að ræða. Hér er komið að atriði sem verulega þýðingu hefur fyrir Norður- löndin. Ymsir fiskistofnar eru slíkir flökkustofnar sem fara á milli efnahagslögsögu fleiri ríkja Norðurlanda, eða þeirra og annarra ríkja, og eru veiddir sameiginlega. Þar má nefna loðnu, kolmunna, karfa, þorsk, ufsa og norsk-íslenska síldarstofninn sem síðustu ár hefur þó ekki gengið úr norskri lögsögu. Þá reynir einnig á þetta atriði í veið- um í Norðursjónum. Hér mælir Hafréttarsáttmálinn, 63. gr., svo fyrir að þegar sami stofninn gengur milli efnahagslögsögu tveggja eða fleiri ríkja eða efnahagslögsögunnar og úthafsins skuli hlutaðeigandi ríki leita sam- komulágs um verndun og viðgang slíkra stofna, annaðhvort beint eða með atbeina hlutaðeigandi svæðisstofnunnar. Hér er um beina lagaskyldu að ræða fyrir hlutaðeigandi ríki sem þau verða að hlíta með gagnkvæma hagsmuni í huga. Af því leiðir að tvö eða fleiri strandríki verða að taka upp samninga um nýtingu hins sameiginlega stofns innan hverrar einstakrar efnahagslögsögu og strandríkið getur því í þessu tilviki ekki tekið einhliða veiðiákvarðanir sem því er ella heimilt. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.