Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 12
Gunnar G. Schram prófessor: HINN NÝI HAFRÉTTARSÁTTMÁLI Hinn nýi Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur af Hafréttarráðstefnunni þann 30. apríl 1982 á fundi í New York. 130 ríki greiddu atkvæði með sáttmálanum, 4 voru á móti (Bandaríkin, Israel, Tyrkland og Venezúela), en 17 ríki sátu hjá. Samþykkt sáttmálans markaði þáttaskil í þróun hafréttar og verð- ur að teljast mikill áfangi í löggjafarstarfi Sameinuðu þjóðanna á sviði þjóðaréttar. Sáttmálanum er ætlað að koma í stað hinna fjögurra samninga um rétt hafsins sem samþykktir voru á Hafréttarráðstefn- unni í Genf 1958. Þeir samningar fólu fyrst og fremst í sér skráningu á hinum aldagamla venjurétti hafsins, utan hinna nýju ákvæða um landgrunnið sem þar fengu í fyrsta sinn alþjóðlega viðurkenningu. Vonir stóðu til að Genfarsamningar yrðu almennt staðfestir og myndu mjög draga úr deilum milli ríkja á sviði hafréttarins. Raunin varð hins vegar önnur. Tiltölulega fá ríki veraldar fullgiltu samningana og inn- an skamms árabils spruttu víða upp deilur milli þjóða um réttindi á hafinu. Þar bar hæst kröfurnar um stóraukna fiskveiðilögsögu, en hvorki Genfarráðstefnunni 1958 né ráðstefnunni þar 1960 tókst að ná samkomulagi um þjóðréttarreglur um stærð landhelginnar eða fisk- veiðilögsögunnar. Það er því ljóst að lögfræðileg, efnahagsleg og þjóðfélagsleg nauðsyn var á því að hefja á nýjan leik störf á alþjóðavettvangi að endurskoð- un réttar hafsins. Ekki síst var það vegna þess að hinar mörgu ný- frjálsu þjóðir þriðja heimsins litu á hinn gamla hafrétt sem arfleifð nýlendutímabilsins og kröfðust þess að fá að eiga sinn þátt í mótun nýs réttar sem tæki mið af óskum þeirra um yfirráð yfir náttúruauðlind- um sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu oft ályktað um og væri í sam- ræmi við hina nýju efnahagsskipan veraldar (New Economic World Order). Alls tóku 86 þjóðir þátt í Genfarráðstefnunni 1958 en undir lok Hafréttarráðstefnunnar höfðu 160 þjóðir tekið þátt í gerð Haf- 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.