Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 52
stjórnar ríkisins hafi þess verið getið, að aðilar væru í sambúð og hjúskapur fyrirhugaður. Síðan segir: „Líkur eru að því færðar, að stefnda hafi innt af hendi nokkurt fé vegna byggingarstarfsemi þess- arar og unnið eitthvað við bygginguna. Þykir henni bera nokkur fjár- greiðsla vegna hlutdeildar sinnar í eign þessari, sem áfrýjandi ráð- stafaði eftir sambúðarslitin.“ Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þess efnis, að staðfesta bæri héraðsdóminn, sem ekki hefði verið gagnáfrýjað, með vísan til for- sendna hans. U 1980.480 H Málavextir voru þeir, að M og K bjuggu í óvígðri sambúð í 4*4 ár. Barn K bjó hjá þeim, og síðustu 2 árin bjuggu þau í fasteign, sem M keypti og þinglýst var á hans nafn. Sambúð slitnaði í maí 1975, og bjó M einn í húsinu 17 mánuði eftir það, þar til húsið var selt. Kröfur K voru þær aðallega, að hún fengi helming nettóandvirðis hússins, þar sem það hefði verið sameign þeirra, til vara helming nettó- andvirðis hússins, þar sem um hefði verið að ræða sambúð, sem líkja mætti við hjúskap, og ætti því að beita reglum hjúskaparlaga um helmingaskipti, til þrautavara að henni bæri fjárhæð í formi endur- gjalds eða bóta að mati réttarins. K hafði unnið utan heimilis allan tímann, en tekjur hennar voru veru- lega lægri en tekjur M. Eystri Landsréttur tók aðalkröfu K til greina og taldi, að eignin hefði verið í jafnri sameign aðila, og átti sú niðurstaða sér mörg for- dæmi, þar sem margir landsréttardómar höfðu gengið, sem byggðu á víðtæku sameignarsjónarmiði. Þar sem M hafði einn greitt öll gjöld vegna fasteignarinnar í 17 mánuði frá samvistarslitum þar til eignin var seld, lækkaði hlutur K, og hún fékk dæmdar d.kr. 36.000,oo. Hæstiréttur byggði á því, eins og Eystri Landsréttur hafði gert, að aðilar hefðu haft sameiginlegt heimili og fjárhag og að líta yrði svo á, að eignin hefði verið keypt til þess að vera sameiginlegur bústaður þeirra. Eignin hefði verið keypt í nafni M m.a. af skattalegum ástæð- um, ekki hefði verið greitt með reiðufé, heldur fengið lán fyrir út- borguninni, og leggja yrði til grundvallar, að nauðsynlegt hefði verið, að báðir aðilar legðu sitt af mörkum vegna útgjalda við húsið og sam- eiginlegt heimilishald. Meirihluti Hæstaréttar taldi aftur á móti ekki ástæðu til að fullyrða, að sameign í venjulegri merkingu hefði stofnast milli aðila. K fékk þó dæmdar d.kr. 25.000,oo með eftirfarandi rökstuðningi: „Eins og mál- 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.