Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 36
a) Gæzla unglinga, sjúklinga, vanfærra kvenna og fl. skv. 69. gr. oml. Ef sökunautur er yngri en 16 ára, skal hann í stað gæzluvarð- halds falinn forsjá barnaverndarnefndar, er komi honum fyrir á góðu heimili eða fái honum aðra viðunandi gæzlu eftir þörfum. Sjúklinga, vanfærar konur eða konur með barn á brjósti skal úrskurða til geymslu eftir læknisráði á spítala eða öðrum viðeigandi stað með þeim hætti, að heilsu þeirra sé borgið. Sú gæzla, er hér um ræðir, er í öllum tilvikum ígildi gæzluvarðhalds og kemur því refsingu til frádráttar. b) Farbann, trygging eða ábyrgð skv. 71. og 72. gr. oml. koma í stað gæzluvarðhalds, en eru þess eðlis og svo ólíkar gæzluvarðhaldi, að þær eru ekki frádráttarhæfar. Dvöl manns á eigin heimili undir eftirliti lögreglu (stofufangelsi) er ekki frádráttarhæf, nema um hreina innilokun sé að ræða.1) Sama máli gegnir um vistun í einkahíbýlum annarra eða á öðrum stöðum, sem ekki eru löggiltir til slíkrar notkunar, sbr. 72. gr. oml. c) Handtaka skv. VIII. kafla oml. er ekki talin frádráttarhæf, þótt henni fylgi nokkur frjálsræðissvipting. Að öllum líkindum skiptir það ekki máli, þótt dómari hafi gefið skipun um handtöku skv. 59. gr. oml. Óeðlilegt er að undanskilja sannanlega nauðungarvistun af þessu tagi. Yfirleitt væri rétt de lege ferenda að draga frá sérhverja nauð- ungarvist, sem sökunautur hefur orðið að sæta vegna rannsóknar máls, áður en dómur er upp kveðinn.-) Það er hins vegar oft vafamál, hve lengi handtaka hefur staðið og hvort draga eigi frá slíkan tíma, hversu skammur sem hann er. Norræna refsilaganefndin mælir með frádrætti handtökutímans, ef hann er lengri en 24 stundir.2) Sú leið er einnig fær að slá því föstu í lögum, að handtaka, hversu stutt sem hún varir, teljist a.m.k. einn dagur til frádráttar. Er fyrri leiðin valin í dönskum rétti. Handtaka, er varir skemur en 24 stundir, kemur ekki til frá- dráttar. Gildir það jafnt, þótt maður hafi sætt handtöku oftar en einu sinni í sama máli og handtökutíminn nái samanlagt 24 stundum.3) d) Geðrannsókn. Ef sökunautur er úrskurðaður í gæzluvarðhald jafn- framt geðrannsókn, leiðir það beint af 76. gr. hgl., að gæzluvarðhalds- vistin kemur til frádráttar. Að öðru leyti verður geðrannsókn því að- eins tekin til greina, að sökunautur sé lagður inn til rannsóknar, sbr. Hrd. XII, bls. 243 (255). Rannsóknin verður að hafa í för með sér 1) Sjá Knud Waaben, Straffe og andre retsf0lger (1983), bls. 37. Dómurinn í U 1980. 22H snýst um takmarkatilfelli, þar sem undirréttur heimilaði frádrátt, en bæði landsréttur og hæstiréttur hnekktu þeirri niðurstöðu. 2) Sjá Betankande om avrakning av hdktningstid m.m., NTfK 1971, bls. 330—331. 3) Sjá Knud Waaben, Straffe og andre retsf0lger (1983), bls. 37—38. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.