Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 15
6. Nauðsyn þess að deilur milli ríkja séu settar niður á friðsamlegan hátt án nokkurrar valdbeitingar er undirstrikuð með því að ríki eru skylduð til að leysa deilur sínar með sáttagjörð eingöngu samkvæmt ákvæðum sáttmálans. 7. Sáttmálinn finnur hugmyndinni um það að auðlindir hafsbotnsins séu sameiginleg arfleifð mannkyns raunhæfan framkvæmdagrund- völl. 8. Sáttmálinn ákveður að sanngirni skuli ríkja á margan hátt í sam- skiptum ríkja á hafinu. Það kemur m.a. fram í reglunum um skipt- ingu arðs af vinnslu hafsbotnsauðlinda utan 200 sjómílna, aðgangi landluktra og afskiptra ríkja að fiskimiðunum í efnahagslögsögu nágrannaríkja og skiptingu hagnaðar sem fæst vegna vinnslu auð- linda á hafsbotni. En þótt sáttmálinn hafi stofnað til nýrrar réttarskipunar á vett- vangi hafréttarins er því þó ekki að leyna að hann skiptir gæðum hafs- ins og hafsbotnsins mjög misjafnt milli ríkja heims. Strandríki eru talin 98 alls en stærstur skerfurinn fellur í skaut aðeins 45 þeirra. Ríkasta þjóð veraldar, Bandaríkin, hlýtur stærstu og verðmætustu efnahagslögsöguna í sinn hlut. Um 40% norðurheimskautssvæðisins kemur undir lögsögu Sovétríkjanna. 1 hlut aðeins tíu ríkja veraldar koma 55% af heildarflatarmáli efnahagslögsögunnar. I þeim hópi eru aðeins tvö þróunarlönd, Brasilía og Indónesía. Noregur og ísland eru hins végar í hópi þeirra 13 ríkja sem stærst landgrunn hljóta sé mið- að við ytri brún landgrunnssvæðisins (continental margin).1) Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er mikill að vöxtum. Hann er alls 320 greinar og 9 viðaukar. Fyrstu 10 kaflar hans taka til hins hefðbundna hafréttar og fjalla almennt um not hafsins svo sem sigl- ingar og flugumferð, fiskveiðar og nýtingu landgrunnsins. I 11. kafla eru settai' reglur um hafsbotninn. Þar fer með yfirstjórn hin nýja Hafsbonsstofnun S. Þ. Sú stofnun skipuleggur, framkvæmir og stjórn- ar vinnslu auðlinda á hafsbotni. I 12. kafla er fjallað um verndun hafsins gegn mengun og í 13. kafla um haf- og fiskirannsóknir. I 14. kafla er fjallað um miðlun og þróun tækni á sviði hafrannsókna og vinnslu. I 15. kafla er að finna ítarlegar reglur um skyldu ríkja til að leggja langflestar deilur sínar til frið- samlegrar bindandi sáttágjörðar. Þar eru einnig ákvæði um stofnun hins nýja Hafréttardómstóls sem sæti mun fá í Hamborg. 1) L. Alexander, Indices o£ National Interest in the Ocean, Ocean Development and Inter- national Law Journal, Vol. 1, No. 1, 1973, bls. 39. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.