Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 13
réttarsáttmálans, svo mjög hafði aðilum þjóðaréttar fjölgað á þessu tímabili. Samning hins nýja Hafréttarsáttmála var ekki auðvelt verk og það tók langan tíma. I upphafi var ætlunin heldur ekki sú að taka allan rétt hafsins til endurskoðunar. Þegar Arvid Pardo, ambassador Möltu, hélt hina sögulegu ræðu sína á allsherjarþingi S. Þ. 1967 var tillaga hans og hugmynd fyrst og fremst sú að hafsbotninn utan lögsögu ríkja yrði lýstur sameiginleg arfleifð mannkyns, en ekki um aðra þætti haf- réttarins sérstaklega fjallað. Að því verki vann Hafsbotnsnefnd S. Þ. frá 1968, en Island og Noregur voru meðal fyrstu aðildarríkja hennar. En neistinn hafði verið kveiktur. Það voru sér í lagi ríki þriðja heimsins sem töldu órökrétt að taka aðeins þennan takmarkaða hluta hafréttarins til endurskoðunar. Hann bæri allan að endurskoða í ljósi nýrra viðhorfa og þróunar. Þann 17. desember 1970 samþykkti því allsherjarþing S. Þ. með 108 atkvæðum gegn 7 að kalla saman nýja ráðstefnu 1973 sem fengið skyldi þetta verkefni (Ályktun 2750 C, XXV). Var Hafsbotnsnefndinni jafnframt falið að undirbúa hina nýju ráðstefnu. Eftir sex ára undirbúningsstarf (1967-1973) og níu ára samninga á ráðstefnunnni (1973-1982) lauk ráðstefnunni 10. desember 1982 á fundi á Jamaica, þar sem hin nýja Hafsbotnsstofnun S.Þ. mun verða staðsett. Þann dag undirrituðu 118 þjóðir sáttmálann, þar á meðal ísland. Vai’ það í fyrsta sinn sem meirihluti þátttakenda í ráðstefnu sem alþjóðasamning gerði hafði undirritað samninginn á upphafsdegi hans. Nokkur ríki hafa þegar fullgilt sáttmálann en hann tekur gildi í grein þessari fjallar prófessor Gunnar G. Schram um hinn nýja Hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem undirritaður var í des- ember 1982. Gunnar átti sæti í sendinefnd is- lands á Hafréttarráðstefnunni frá upphafi henn- ar 1973 og í Hafsbotnsnefnd S.Þ. frá 1968. í greininni eru meginatriði sáttmálans rakin og skýrð en ýmis þeirra hafa mikla þýðingu fyrir íslendinga. Má þar sérstaklega til taka ákvæðin um réttindi strandrikis í efnahagslögsögunni, ákvæðin um mörkun landgrunnsins gagnvart öðrum ríkjum og reglur um varnir gegn meng- un hafsins. Grein þessi er að stofni til framsögu- erindi sem höfundur flutti um þetta efni á 30. Norræna lögfræðingaþinginu í Oslo í ágúst ’84. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.