Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 13
réttarsáttmálans, svo mjög hafði aðilum þjóðaréttar fjölgað á þessu tímabili. Samning hins nýja Hafréttarsáttmála var ekki auðvelt verk og það tók langan tíma. I upphafi var ætlunin heldur ekki sú að taka allan rétt hafsins til endurskoðunar. Þegar Arvid Pardo, ambassador Möltu, hélt hina sögulegu ræðu sína á allsherjarþingi S. Þ. 1967 var tillaga hans og hugmynd fyrst og fremst sú að hafsbotninn utan lögsögu ríkja yrði lýstur sameiginleg arfleifð mannkyns, en ekki um aðra þætti haf- réttarins sérstaklega fjallað. Að því verki vann Hafsbotnsnefnd S. Þ. frá 1968, en Island og Noregur voru meðal fyrstu aðildarríkja hennar. En neistinn hafði verið kveiktur. Það voru sér í lagi ríki þriðja heimsins sem töldu órökrétt að taka aðeins þennan takmarkaða hluta hafréttarins til endurskoðunar. Hann bæri allan að endurskoða í ljósi nýrra viðhorfa og þróunar. Þann 17. desember 1970 samþykkti því allsherjarþing S. Þ. með 108 atkvæðum gegn 7 að kalla saman nýja ráðstefnu 1973 sem fengið skyldi þetta verkefni (Ályktun 2750 C, XXV). Var Hafsbotnsnefndinni jafnframt falið að undirbúa hina nýju ráðstefnu. Eftir sex ára undirbúningsstarf (1967-1973) og níu ára samninga á ráðstefnunnni (1973-1982) lauk ráðstefnunni 10. desember 1982 á fundi á Jamaica, þar sem hin nýja Hafsbotnsstofnun S.Þ. mun verða staðsett. Þann dag undirrituðu 118 þjóðir sáttmálann, þar á meðal ísland. Vai’ það í fyrsta sinn sem meirihluti þátttakenda í ráðstefnu sem alþjóðasamning gerði hafði undirritað samninginn á upphafsdegi hans. Nokkur ríki hafa þegar fullgilt sáttmálann en hann tekur gildi í grein þessari fjallar prófessor Gunnar G. Schram um hinn nýja Hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem undirritaður var í des- ember 1982. Gunnar átti sæti í sendinefnd is- lands á Hafréttarráðstefnunni frá upphafi henn- ar 1973 og í Hafsbotnsnefnd S.Þ. frá 1968. í greininni eru meginatriði sáttmálans rakin og skýrð en ýmis þeirra hafa mikla þýðingu fyrir íslendinga. Má þar sérstaklega til taka ákvæðin um réttindi strandrikis í efnahagslögsögunni, ákvæðin um mörkun landgrunnsins gagnvart öðrum ríkjum og reglur um varnir gegn meng- un hafsins. Grein þessi er að stofni til framsögu- erindi sem höfundur flutti um þetta efni á 30. Norræna lögfræðingaþinginu í Oslo í ágúst ’84. 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.