Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 19
ríkisins, skv. 2. mgr. 62 gr., að heimila öðrum ríkjum að veiða þann hluta hámarksaflamagnsins sem það getur ekki sjálft veitt. Markmið- ið á að tryggja það að hvorki verði um vannýtingu né ofnýtingu fiski- stofnanna að ræða. Frá sjónarmiði Norðurlanda er ljóst að vart mun til þess koma eins og sakir standa að þau þurfi að veita erlendum þjóðum aðgöngu að fiskimiðum sínum þar sem fiskistofnarnir í efnahagslögsögum þeirra eru langflestir fullnýttir í dág. Helst gæti þar verið um fiskimiðin við Grænland að ræða eftir að landið hverfur úr Efnahagsbandalagi Ev- rópu. Með aukningu fiskistofnanna gæti þetta þó breyst. Þá vaknar sú spurning hvað gerist ef strandríkið ákveður heildaraflamagnið í efna- hagslögsögu sinni óeðlilega lágt (eða of hátt). Þar sem ákvarðanir um verndun og nýtingu fiskistofnanna í efnahagslögsögunni eru að öllu leyti á valdi strandríkisins eru þessi mál undanskilin ákvæðunum um bindandi lausn deilumála í 297. gr. sáttmálans. Af því leiðir að í raun er ekki unnt að knýja strandríkið til þess að uppfylla þær skuldbind- ingar sem 61. gr. og 62. gr. hans leggja því á herðar. Frá sjónarmiði fiskveiðiþjóða kann það að teljast æskileg niðurstaða en ljóst er að önnur ríki, sem afskiptari eru, telja þetta mikinn galla á fiskveiðikafla sáttmálans. III. ÚTHAFIÐ. I 116. gr. Hafréttarsáttmálans segir að öll ríki hafi rétt til þess að stunda fiskveiðar á úthafinu með þeim takmörkunum sem leiðir af samningsskuldbindingum þeirra og þeim takmörkunum á rétti þessum sem leiðir af ákvæðum sjálfs sáttmálans. Það sem hér er við átt með seinna skilyrðinu eru þær takmarkanir sem settar eru í VII. kafla 2. hluta sáttmálans á frjálsar veiðar ýmissa fiskistofna á úthafinu, þ.e. sjávarspendýra og ársækinna (anadromous) og hafsækinna (cata- dromous) tegunda, sbr. 116. gr. (b). Þessi ákvæði eru nýmæli í rétti hafsins og horfa til nokkurrar takmörkunar á veiðum þar. Snertir það m.a. fiskveiðihagsmuni Dana, Færeyinga og Norðmanna að því er lax- veiðar varðar og Islendinga og Norðmanna með tilliti til hvalveiða. Aðra mikilsverða takmörkun á fiskveiðifrelsinu á úthafinu er að finna í 117. 'gr. sáttmálans. Þar er lýst skyldu allra ríkja til að fram- kvæma þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að vernda auðlindir sjávar og eiga samvinnu við önnur ríki um slíkt. Af því leiðir að ríki sem veiða úr sömu stofnum, eða ólíka stofna á sama svæði, hafa þá 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.