Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 51
HRD. 1981:128 M og K voru í óvígðri sambúð frá því um haustið 1970 þar til í apríl 1973, er slitnaði upp úr sambúðinni. M vann úti allan tímann, en K frá því um sumarið 1971. Á sambúðartímanum fékk M lóð og hófst handa um að reisa íbúðarhús fyrir þau. Er sambúðin slitnaði, var húsbyggingin skammt á veg komin, og seldi M eigninga skömmu eftir sambúðarslit í skiptum fyrir bifreið, sem hann taldi á skattframtali vera að andvii'ði gkr. 350.000,oo. K taldi nettóverðmæti eignarinnar ekki hafa numið lægri fjárhæð en gkr. 1.500.000,oo og höfðaði hún mál á hendur M til heimtu á gkr. 750.000,oo. Kröfu sína byggði K aðallega á því, að allar eignir, sem myndast hefðu á sambúðartímanum, hefðu verið í óskiptri sameign þeirra K og M, og ættu þau tilkall til þeirra að jöfnu. Veruleg eignamyndun hefði átt sér stað á sambúðar- tímanum, en þau hefðu verið eignalaus í upphafi sambúðar. K kvaðst hafa lagt til bæði vinnu og fé til byggingarinnar, en auk þess keypt nær allt til heimilishalds og séð ein um heimilisstörfin. Til vara byggði K kröfu sína á því, að hún ætti rétt á endurgjaldi fyrir vinnu og fram- lög í þágu sameiginlegs heimilishalds og eignamyndunar á sambúðar- tímanum. — M krafðist sýknu á þeim grundvelli, að K hefði hvorki lagt fé né vinnu til byggingar hússins, eignin hefði verið skráð á nafn M og talin hans eign á skattframtali. M mótmælti því, að andvirði eignarinnar væri meira en hann hefði gefið upp til skatts. Jafnframt byggði M á því, að við sambúðarslitin hefði K fengið nær allt innbú í sinn hlut og benti á, að heimilishaldið hefði verið mjög smátt í snið- um, auk þess sem hann hefði haft miklu hærri tekjur en K á sam- búðartímanum. Héraðsdómur taldi ekki unnt að fallast á það, að samband aðila hefði verið þess eðlis eða vinnu- og fjárframlag K hefði verið slíkt, að stofn- ast hefði með þeim félagsbú og K öðlast tilkall til helmingaskipta. Talið var ósannað gegn andmælum M, að K hefði lagt fram fé í þágu M eða vinnu til byggingarframkvæmdanna. Héraðsdómur taldi hins vegar, að K hefði með vinnu við sameiginlegt heimilishald lagt til vinnufram- lag í þágu M og ætti rétt á greiðslu endurgjalds fyrir það vinnufram- lag, sem ákveðið var gkr. 80.000,oo. M áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar og krafðist sýknu, en K, sem áfrýjaði ekki, krafðist staðfestingar héraðsdóms. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, en á öðrum forsend- um. Þar er m.a. vísað til tímalengdar sambúðar og skiptingar vinnu- tekna á sambúðartímanum. Einnig er bent á, að íbúðarhúsið hafi átt að reisa í þarfir þeirra beggja og að í lánsumsókn til húsnæðismála- 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.