Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 51
HRD. 1981:128 M og K voru í óvígðri sambúð frá því um haustið 1970 þar til í apríl 1973, er slitnaði upp úr sambúðinni. M vann úti allan tímann, en K frá því um sumarið 1971. Á sambúðartímanum fékk M lóð og hófst handa um að reisa íbúðarhús fyrir þau. Er sambúðin slitnaði, var húsbyggingin skammt á veg komin, og seldi M eigninga skömmu eftir sambúðarslit í skiptum fyrir bifreið, sem hann taldi á skattframtali vera að andvii'ði gkr. 350.000,oo. K taldi nettóverðmæti eignarinnar ekki hafa numið lægri fjárhæð en gkr. 1.500.000,oo og höfðaði hún mál á hendur M til heimtu á gkr. 750.000,oo. Kröfu sína byggði K aðallega á því, að allar eignir, sem myndast hefðu á sambúðartímanum, hefðu verið í óskiptri sameign þeirra K og M, og ættu þau tilkall til þeirra að jöfnu. Veruleg eignamyndun hefði átt sér stað á sambúðar- tímanum, en þau hefðu verið eignalaus í upphafi sambúðar. K kvaðst hafa lagt til bæði vinnu og fé til byggingarinnar, en auk þess keypt nær allt til heimilishalds og séð ein um heimilisstörfin. Til vara byggði K kröfu sína á því, að hún ætti rétt á endurgjaldi fyrir vinnu og fram- lög í þágu sameiginlegs heimilishalds og eignamyndunar á sambúðar- tímanum. — M krafðist sýknu á þeim grundvelli, að K hefði hvorki lagt fé né vinnu til byggingar hússins, eignin hefði verið skráð á nafn M og talin hans eign á skattframtali. M mótmælti því, að andvirði eignarinnar væri meira en hann hefði gefið upp til skatts. Jafnframt byggði M á því, að við sambúðarslitin hefði K fengið nær allt innbú í sinn hlut og benti á, að heimilishaldið hefði verið mjög smátt í snið- um, auk þess sem hann hefði haft miklu hærri tekjur en K á sam- búðartímanum. Héraðsdómur taldi ekki unnt að fallast á það, að samband aðila hefði verið þess eðlis eða vinnu- og fjárframlag K hefði verið slíkt, að stofn- ast hefði með þeim félagsbú og K öðlast tilkall til helmingaskipta. Talið var ósannað gegn andmælum M, að K hefði lagt fram fé í þágu M eða vinnu til byggingarframkvæmdanna. Héraðsdómur taldi hins vegar, að K hefði með vinnu við sameiginlegt heimilishald lagt til vinnufram- lag í þágu M og ætti rétt á greiðslu endurgjalds fyrir það vinnufram- lag, sem ákveðið var gkr. 80.000,oo. M áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar og krafðist sýknu, en K, sem áfrýjaði ekki, krafðist staðfestingar héraðsdóms. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms, en á öðrum forsend- um. Þar er m.a. vísað til tímalengdar sambúðar og skiptingar vinnu- tekna á sambúðartímanum. Einnig er bent á, að íbúðarhúsið hafi átt að reisa í þarfir þeirra beggja og að í lánsumsókn til húsnæðismála- 105

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.