Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 48
við bandaríkjadal þar til verkinu væri lokið en væru ekki að neinu leyti verðtryggðar frá þeim tíma til greiðsludags. Niðurstaða dómsins þýddi í raun að greiðsla til allra aðila skyldi ákveðin með sama gjald- miðli eða verðtryggingargrunni, að öðrum kosti mundi aðilum frá lönd- um með veikan gjaldmiðil vera mismunað. Þessi röð dómsúrlausna varðandi raunbætur náði nýlega hámarki í máli gegn tryggingastofnun ísraelska ríkisins. Dómstóllinn taldi að einstaklingur sem stefndi á grundvelli laga um réttindi til trygginga- bóta ætti rétt á verðtryggingu og vöxtum á bæturnar frá þeim degi sem bóta er krafist fram til greiðsludags. Dómstóllinn byggði niður- stöðu sína á því að tilvikið mætti heimfæra undir vaxta- og verðbóta- lögin. Einn dómari gekk hér þó enn lengra. Hann sagði að ríkisvald- inu bæri lagaleg skylda til að greiða tryggingabætur með fullum verð- bótum. Hann taldi nægjanlega lagaheimild fyrir vísitölubindingu fást með ályktun frá lagaákvæðum á sviði einkaréttar, eða e.t.v. frá hinum óbeinu áhrifum verðtryggingarákvæða vaxta- og vísitölulaganna; þar eð allir skuldarar verði að sæta verðtryggingu sé málum þeirra skotið til dómstóla, hljóti þær verðbætur sem dómstólarnir ákveða að vera það lágmark sem öðrum sé skylt að miða við. Samhliða þessum réttarskapandi ákvörðunum dómstóla var vaxta- og vísitölulögunum breytt til samræmis við verðbólguna. Þegar lögin voru fyrst sett árið 1961 (þá nefnd dómvaxtalög) veittu þau sækj- anda rétt til lögleyfðra vaxta frá þingfestingu stefnu til greiðsludags. Lögunum var breytt árið 1976 þannig að réttur til vaxta hófst á tjóns- degi eða við samningsrof. Enn var gerð breyting árið 1978 þannig að leyfð var verðbinding miðuð við framfærsluvísitölu auk 3% vaxta, í stað lögboðinna vaxta. Þar sem lögleyfðir vextir, ákveðnir með reglu- gerð, höfðu dregist verulega aftur úr þeim vöxtum sem markaðurinn krafðist leiddi síðasta breytingin til verulegrar hækkunar. Venjan virðist vera sú að réttarreglur sem dómstólarnir hafa mótað eigi við fram að dómsuppsögudegi. Frá dómsuppsögudegi til greiðslu- dags ráða vaxta- og vísitölulögin. Áhrifa þeirra gætir líka á tímabilinu fyrir dómsuppkvaðningu, þar sem skuldarinn veit hvaða afleiðingar það getur haft ef hann stendur ekki í skilum og mál verður höfðað gegn honum. Ennfremur eru vextir samkvæmt vaxta- og vísitölulög- unum — vísitala plús 3% óvísitölubundnir vextir — tiltækur mæli- kvarði á skaðabætur samkvæmt lögunum um dómsuppsögudagsvið- miðun. Þar sem 3% vextirnir eru ekki vísitölubundnir eru raunvextir engir samkvæmt lögunum þegar verðbólgan er hröð. Dómstólarnir 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.