Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 35
1 Hrd. XXII, bls. 310 (318), var ekki vikið að gæzluvarðhaldi aðal- ákærða við ákvörðun fésektar og vararefsingar, sbr. aftur á móti bls. 353 í héraðsdómi. Ef fésekt er dæmd ásamt óskilorðsbundinni refsi- vist, dregst gæzluvarðhaldstími frá refsivistinni, sbr. Hrd. XLV, bls. 219; LIII, bls. 816. g) Vararefsing fésekta. Gæzluvarðhaldstími dregst yfirleitt frá vara- refsingu fremur en sektinni sjálfri, þ.e.a.s. ef vararefsingin kemur til framkvæmda, sbr. 53. gr. hgl. og Hrd. XX, bls. 453 (héraðsdómur). Að undantekningum var vikið í f-lið. Sé fésekt skilyrt, getur frádrátt- ur frá vararefsingu orðið skilyrtur í samræmi við það. Sú tilhögun, sem lýst er í þessum lið sem aðalreglu, er í fullu sam- ræmi við þá méginstefnu gildandi fésektaákvæða, að reynt sé til þraut- ar að innheimta fésekt, þ.e. með nauðungarinnheimtu, áður en til af- plánunar kemur í varðhaldi eða fangelsi. Varðandi frádrátt gæzlu- varðhaldsvistar gætti raunar lítið þess annmarka í eldri lögum, að sektaður maður átti sjálfur val um greiðslu sektar eða afplánun. Það er því öllu veigameira sjónarmið, að við frádrátt frá vararefsingu nýtur dómþoli ekki frádráttarins, ef hann er skilvís með sektargreiðsl- ur. Reglan ýtir þannig undir vanskil, svo að fremur kemur til afplán- unar en ella. Slík niðurstaða samrýmist ekki grundvallarviðhorfinu um jafnræði milli sakborninga og samræmi milli viðurlaga, sbr. bls. 87. Æskilegt væri því að lögfesta viðbótarákvæði í 76. gr. hgl., þess efnis að gæzluvarðhaldsvist skuli að nokkru leyti eða öllu koma í stað fé- sektar, ef hún er dæmd sem aðalrefsing við broti, sbr. 1. mgr. i.f. 86. gr. dönsku hegningarlaganna. h) Skilorðsbundin ákærufrestun. Hér er um skilyrta refsiákvörðun að ræða skv. 56. gr. hgl., þar sem frádráttur gæzluvarðhaldsvistar kemur ekki til greina, fyrr en opinbert mál er höfðað vegna skilorðsrofa og refsing dæmd, með skilyrðum eða án, sbr. 76. gr. hgl. III. HVAÐ ER FRÁDRÁTTARHÆFT? Af 76. gr. hgl. mætti ráða, að engin önnur frjálsræðissvipting en gæzluvarðhald verði dregin frá refsingu. Af lögum og réttarframkvæmd er þó ljóst, að ýmislegt fleira en gæzluvarðhald í lagaskilningi getur komið refsingu til frádráttar. Vikið verður að nokkrum afbrigðum frelsissviptingar og annarra harðræða, sem sakaðir menn verða að þola vegna málsrannsóknar, og athúgað, hvort þau verði lögð að jöfnu við gæzluvarðhaldsvist samkvæmt 76. gr., annaðhvort beinlínis eða með lögjöfnun. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.