Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 54
áður en Hrd. 1981:128 gekk. 1 báðum þessum dómum voru sératkvæði tveggja dómara, þar sem tekið var fram, að sambúðarkonan hefði ekki litið á sig sem ráðskonu eða gert áskilnað um launagreiðslu, og einn- ig var sérstaklega tekið fram, að kröfur væru ekki byggðar á því, að sambúðarkonan hefði öðlast hlutdeild í eignamyndun á sambúðai’tím- anum. 1 hinum tveimur hæstaréttardómunum, sem gengið hafa frá 1981, Hrd. 1982:1141 og Hrd. 1982:1412, var viðurkennt, að eign sem mynd- aðist á sambúðartíma væri sameign aðila við slit sambúðar. I íslenskum dómum hafa verið gerðar mjög strangar kröfur til sönn- unar á því, að eign, sem myndast hefur á sambúðartíma, verði talin sameign aðila. Slíkt var þó talið í Hrd. 1967:631.3) Það fer eftir atvikum, hve mikið þarf til að koma, til þess að sam- eign verði talin hafa myndast. Hafi sambúð staðið í langan tíma og um víðtækan sameiginlegan fjárhag hefur verið að ræða, er ýmislegt, sem mælir með því að telja eignir, sem keyptar eru til sameiginlegra nota, vera í sameign aðila við slit sambúðar. Oft er það þannig, að sambúðarfólk hefur blandað svo saman fjárhag sínum, að ómögulegt er að ákvarða, hvor hefur keypt hvað, eða það væri ákafléga ósann- gjarnt að láta það ráða úrslitum (þegar t.d. annar aðilinn greiðir mat og húsaleigu, en hinn fjárfestir í eignum). 1 þessum tilvikum er eðli- legt að tala um sameign að því er varðar hluti til sameiginlegra nota, sem aflað er eftir upphaf sambúðar. Hæstiréttur Dana virðist hafa hafnað hinu víðtæka sameignarsjón- armiði, sem fram kom í mörgum landsréttardómum fyrir 1980. Þeir dómar, sem gengið hafa í Danmörku eftir 1980 og mér er kunnugt um, hafa allir gengið í sömu átt og dómurinn í U 1980.480 H, þ.e. hafnað sameign, en dæmt hlutdeild í eignamyndun. Ljóst virðist vera eftir þessa síðustu 5 dóma Hæstaréttar um fjár- skipti við slit óvígðrar sambúðar, að lögmenn muni ekki í framtíðinni gera kröfu um ráðskonulaun. Kröfur þeirra hljóta að beinast að því að fá viðurkennda sameign eða hlutdeild í eignamyndun á sambúðar- tíma, sem að öllu jöfnu ætti að vera auðveldara að fá fram. Hrd. 1981:128 lætur mörgu ósvarað um skilyrði þess, að viður- kennd verði hlutdeild í eignamyndun. Það er þó ljóst, að tekið er til- lit til lengdar sambúðar, fjárhagslegrar samstöðu aðila, sameiginlegra 3) í Hrd. 1963:41 var hins vegar krafa sambúðarkonu um eignarrétt að hluta í fasteign, sem byggð var á sambúðartíma, ekki tekin til greina. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.