Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 50
Aí vettvangi Guðrún Erlendsdóttir dósent: NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM HRD. 1981:128 Miklar umræður hafa verið á síðari árum um réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð. Dómstólar hafa tekið afstöðu til vissra þátta við fjármálauppgjör við slit óvígðrar sambúðar, en mikil óvissa hefur ríkt um marga þætti við slit sambúðar. Aðalreglan um fjármál sambúðarfólks hefur verið sú, að sambúðar- aðilar eru eins settir og tveir einstaklingar, þannig að fjárhagsmálefni þeirra verður að leysa samkvæmt grundvallarreglum fjármunaréttar- ins. Við slit sambúðar tekur því hvor aðili það sem hann á, engin helm- ingaskipti eru eins og þegar um hjúskap er að ræða. 1 þeim tilvikum, er báðir aðilar afla tekna og tilviljanakennt er, hvor þeirra greiðir heimilisnauðsynjar og hvor þeirra fjárfestir í eignum, leiðir þessi regla ekki til sanngjarnrar niðurstöðu og ekki heldur í þeim tilvikum, er annar aðilinn vinnur eingöngu á heimilinu og hefur ekki tök á að afla sér eigna. Hér á landi hefur verið reynt að ráða bót á því misrétti, sem orðið getur við slit óvígðrar sambúðar, á þann veg að dæma sambúðaraðila (konu) þóknun fyrir heimilisstörf á sambúðartímanum. Má segja, að fram á síðustu ár hafi það verið viðurkennd regla, að konur ættu rétt á ráðskonulaunum, er upp úr sambúð slitnaði. Árið 1981 gekk dómur í Hæstarétti, Hrd. 1981:128, þai* sem í fyrsta skipti er vikið frá þeirri dómvenju að dæma ráðskonulaun. Dómur þessi felur að mínu mati í sér stefnubreytingu hjá Hæstarétti í þessum málum. Ég mun hér á eftir fjalla lítillega um þennan dóm og gera jafnframt grein fyrir dönskum dómi, U 1980.480 H, þar sem Hæstiréttur Dana komst að svipaðri niðurstöðu og komist var að í hinum íslenska hæsta- réttardómi. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.