Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Blaðsíða 43
vísitölubundnir og skyldi endurskoða þá tvisvar á ári. Fjármálaráð- herranum var þó veitt vald, sem háð var samþykki fjárlaganefndar Knessetsins (ísraelska þingsins) til þess að takmarka prósentuhækkun skattþrepanna miðað við verðbólgu. Með samnirigi milli verkalýðshreyf- ingarinnar, iðnrekenda og ríkisvaldsins voru laun bundin framfærslu- vísitölu að 70% á árunum 1975 til 1980. I samræmi við þetta beitti fjármálaráðherrann valdi sínu til vísitölubindingar oftast þegar tilefni gafst og leiðrétti skattþrepin þannig að þau voru vísitölutryggð að 70% en frádráttarliðirnir að fullu. Árið 1980 var lögunum breytt þann- ig að vísitölubinding var leyfð fjórum sinnum á ári samkvæmt ákvörð- un fjármálaráðherrans og að fengnu samþykki fjárlaganefndar þings- ins. Ákvörðunarvald ráðherrans nær til vísitölubindingar skattþrep- anna, og það er á hans valdi að ákveða hvort allir vísitölubundnir liðir eða aðeins sumir þeirra, t.d. aðeins skattstiginn eða aðeins frádráttar- liðirnir, eru hækkaðir í samræmi við vísitöluna fjórum sinnum á ári. Framkvæmdin hefur orðið sú að skattþrepin eru hækkuð í samræmi við vísitölu fjórum sinnum á ári. Vegna hinnar fyrri verðbólguhækk- unar á hluta skattþrepanna varð „skattþrepaskrið“ sem hækkaði hlut- fall skattgreiðenda í hæsta skattflokknum úr 1,2% árið 1975 í 15% 1981. Hins vegar greiddu 72% skattgreiðenda samkvæmt lægsta flokki 1975 en aðeins 35% árið 1981. Til að stöðva þessa þróun voru ný skatt- þrep lögleidd 1981. Með skattalögunum frá 1975 var einnig komið á vísitölubindingu skatta af tekjum vegna eignasölu. Gróða af sölu eigna er skipt í verð- bólgugróða og raungróða. Aðeins er lagður 10% skattur á verðbólgu- gróðann en raungróðinn er skattlagður með öðrum tekjum. Samtals getur skattur á fjármagnsgróða þó aldrei farið yfir 50% en hæsta tekjuskattsþrepið nemur 60%. Auk þessa má dreifa raungróðanum yfir sex ára tímabil eða þann árafjölda sem viðkomandi átti eignina, hvort heldur tímabilið var styttra. Dæmi: Eign var keypt fyrir 100 sékela (gjaldmiðill í Israel) og var seld fyrir 800 fjórum árum síðar. Verðbólguhraðinn á tímabilinu var 500%. Heildargróðinn er 700 sékel- ar, þar af eru 500 sékelar verðbólgugróði en aðeins 200 raungróði. Á verðbólgugróðann, 500 sékela, er lagður 10% skattur en aðeins 200 sékelar verða skattlagðir samkvæmt hæsta skattflokki, sem gjaldand- inn fellur undir. I þessu dæmi má dreifa 200 sékela gróða á fjögur ár, þannig að gróðinn verði 50 sékelar á ári. Ef við gerum ráð fyrir að gjaldandinn fari upp í 60% flokkinn öll fjögur árin, mundi heildarskatt- urinn verða 50 (10% af 500) plús 120 sékelar (60% af 200), þ.e. 170 sékelar. Hið raunverulega skattahlutfall er því 170/700 eða 24,3%, þ.e. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.