Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 43
vísitölubundnir og skyldi endurskoða þá tvisvar á ári. Fjármálaráð- herranum var þó veitt vald, sem háð var samþykki fjárlaganefndar Knessetsins (ísraelska þingsins) til þess að takmarka prósentuhækkun skattþrepanna miðað við verðbólgu. Með samnirigi milli verkalýðshreyf- ingarinnar, iðnrekenda og ríkisvaldsins voru laun bundin framfærslu- vísitölu að 70% á árunum 1975 til 1980. I samræmi við þetta beitti fjármálaráðherrann valdi sínu til vísitölubindingar oftast þegar tilefni gafst og leiðrétti skattþrepin þannig að þau voru vísitölutryggð að 70% en frádráttarliðirnir að fullu. Árið 1980 var lögunum breytt þann- ig að vísitölubinding var leyfð fjórum sinnum á ári samkvæmt ákvörð- un fjármálaráðherrans og að fengnu samþykki fjárlaganefndar þings- ins. Ákvörðunarvald ráðherrans nær til vísitölubindingar skattþrep- anna, og það er á hans valdi að ákveða hvort allir vísitölubundnir liðir eða aðeins sumir þeirra, t.d. aðeins skattstiginn eða aðeins frádráttar- liðirnir, eru hækkaðir í samræmi við vísitöluna fjórum sinnum á ári. Framkvæmdin hefur orðið sú að skattþrepin eru hækkuð í samræmi við vísitölu fjórum sinnum á ári. Vegna hinnar fyrri verðbólguhækk- unar á hluta skattþrepanna varð „skattþrepaskrið“ sem hækkaði hlut- fall skattgreiðenda í hæsta skattflokknum úr 1,2% árið 1975 í 15% 1981. Hins vegar greiddu 72% skattgreiðenda samkvæmt lægsta flokki 1975 en aðeins 35% árið 1981. Til að stöðva þessa þróun voru ný skatt- þrep lögleidd 1981. Með skattalögunum frá 1975 var einnig komið á vísitölubindingu skatta af tekjum vegna eignasölu. Gróða af sölu eigna er skipt í verð- bólgugróða og raungróða. Aðeins er lagður 10% skattur á verðbólgu- gróðann en raungróðinn er skattlagður með öðrum tekjum. Samtals getur skattur á fjármagnsgróða þó aldrei farið yfir 50% en hæsta tekjuskattsþrepið nemur 60%. Auk þessa má dreifa raungróðanum yfir sex ára tímabil eða þann árafjölda sem viðkomandi átti eignina, hvort heldur tímabilið var styttra. Dæmi: Eign var keypt fyrir 100 sékela (gjaldmiðill í Israel) og var seld fyrir 800 fjórum árum síðar. Verðbólguhraðinn á tímabilinu var 500%. Heildargróðinn er 700 sékel- ar, þar af eru 500 sékelar verðbólgugróði en aðeins 200 raungróði. Á verðbólgugróðann, 500 sékela, er lagður 10% skattur en aðeins 200 sékelar verða skattlagðir samkvæmt hæsta skattflokki, sem gjaldand- inn fellur undir. I þessu dæmi má dreifa 200 sékela gróða á fjögur ár, þannig að gróðinn verði 50 sékelar á ári. Ef við gerum ráð fyrir að gjaldandinn fari upp í 60% flokkinn öll fjögur árin, mundi heildarskatt- urinn verða 50 (10% af 500) plús 120 sékelar (60% af 200), þ.e. 170 sékelar. Hið raunverulega skattahlutfall er því 170/700 eða 24,3%, þ.e. 97

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.