Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 8
Sem embættismaður var Jóhann Skaptason formfastur, en formið byrgði honum þó ekki sýn yfir kjarna hvers máls. Þvt fór fjarri, að hugsun hans og sjóndeildarhringur væri þröngur. Lagadóma Jóhanns Skaptasonar virðast menn í héraði yfirleitt hafa sætt sig við, því að þeim var sjaldan skotið til Hæstaréttar. í raun var Jóhann Skaptason óvenjusjálfstæður maður í hugsun, en það lýsti sér m.a. í því, að þrátt fyrir strangt og háleitt siðamat afneitaði hann þeim lúterisma, sem boðaður er í kirkjum landsins. Honum var mjög umhugað um að varðveita menningarverðmæti hvers konar, hvort heldur voru góðir siðir almennt eða hinn þjóðlegi arfur, sem við höfum tekið við frá forfeðrunum. Jóhann Skaptason var mjög vel ritfær. Til vitnis um það má nefna þrjár árbækur Ferðafélags íslands, sem Jóhann skrifaði. f þeim gefur hann mjög svo lifandi lýsingu á Barðastrandar- og Suður-Þingeyjarsýslum. Þökkuð eru góð kynni og vinátta Jóhanns Skaptasonar á liðnum árum. Sigurður Gizurarson ÞORMÓÐUR ÖGMUNDSSON Þormóður ögmundsson, lögfræðingur, and- aðist í Vífilsstaðaspltala að morgni dags 25. september 1985 á 76. aldursári. Hann hafði um nokkurt skeið kennt sjúkdóms þess, er dró hann til dauða. Þormóður Ögmundsson fæddist að Sjávar- götu í Stokkseyrarhreppi í Árnessýslu 17. febrú- ar 1910, sonur hjónanna Jónínu Margrétar Þórðardóttur og Ögmundar Þorkelssonar, kaupmanns á Eyrarbakka. Á unglingsárum fluttist Þormóður með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur og hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Þormóði sóttist námið vel, og lauk hann stúdentsprófi vorið 1931 með I. einkunn. Settist hann þá um haust- ið í lagadeild Háskólans og lauk þaðan prófi með mjög góðri einkunn í febrúar 1937. Hinn 30. júní 1937 réðst hann til lög- fræðistarfa I Útvegsbanka íslands og varð síðar, eða á árinu 1955, yfirmaður lögfræðideildar. Aðstoðarbankastjóri Útvegsbankans var hann ráðinn á árinu 1967 og starfaði sem slíkur, þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir í lok árs 1980. Þormóður ávann sér traust stjórnenda bankans, og var honum því oft falið að gera tillögur um lausn vandasamra mála, sérstaklega þegar um lögfræði- leg vandamál var að ræða. Sennilega var það eitt stærsta verkefnið, sem honum var falið, þegar hann vann að uppgjöri og skýrslugerð, er bankinn var gerður að ríkisbanka með lögum frá 1957. Það var ekki einungis, að Þormóð- ur ávann sér traust stjórnenda bankans, heldur vann hann einnig traust og virðingu samstarfsmanna sinna. Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf af þeirra 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.