Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 25
geti í svo rikum mæli tekið á sig mat á því, að hvaða gagni upplýsingar komi og hvort þeirra sé aflað eða þær lagðar fram. Ef tilefni er til, getur dómari úrskurðað, að skjöl eða aðrar upplýsingar séu lagðar fyrir hann í trúnaði til mats og ákvörðunar um nauðsyn gagna og þagnarskyldu verjanda, sbr. 149. gr. 1. 85/1936, sbr. 107. gr. oml., beinlínis um skjöl og með lögjöfnun um aðrar upplýsingar.28) Það fer þó aldrei hjá því, að verjandi þurfi að gera ýmis slík vafaatriði upp við samvisku sína og skilning á lögum, sbr. 1. gr. siðareglna lögmanna. 3) Samræður í einrúmi. Það er grundvallaratriði í trúnaðarsambandi verjanda og sökunauts, að þeir geti rætt saman einslega án tálmana og án þess að aðrir heyri til, enda þótt sökunautur sé í gæslu, þ.e. í vörslu lögreglunn&r eða í gæsluvarðhaldi.29) Slíkt þarf ekki að taka fram um sökunaut, sem er frjáls ferða sinna. Þetta er sameiginlegur réttur verjanda og sökunauts, sem tryggður er í 1. mgr. 86. gr. oml. 1 ákvæðinu er ekki vikið að bréfaskiptum verjanda og sökunauts án eft- irlits annarra, en telja má víst, að sá réttur falli einnig undir ákvæðið. Sama gildir um símtöl, eftir því sem við getur átt. Þótt rætt sé um heimild verjanda í 1. mgr. 86. gr., tekur heimildin einnig til viðræðna lögmanns við sökunaut, áður en hann hefur tekið vörnina að sér, ef lögmaður fer til fundar við sökunaut að ósk hans eða rannsóknaraðila. Jafnt skipaðir sem ráðnir talsmenn njóta heimildarinnar. Ekki er þetta þó fortakslaus réttur, sem hér er rætt um, því að í 1. mgr. 86. gr. oml. er sá fyrirvari gerður, að dómari hafi ekki sérstakt tilefni til að telja hættu á, að rannsóknin torveldist fyrir það. Þótt ákvæðið sé að vísu miðað við eldra réttarástand, er dómari annaðist frumrannsókn mála, á það vissulega einnig við eftir réttarfarsbreytingarnar 1976, er lög- reglan tók við frumrannsókn opinberra mála, þannig að lögreglustj óri (rannsóknarlögreglustjóri) ákveður í fyrstu lotu um samtalsréttinn, en úrskurð dóm&ra má fá um ágreining.30) Eftir málshöfðun á ákvæðið beint við eftir orðalagi sínu, ef ákærði er þá enn í gæsluvarðhaldi. Fyrirvarann um bann við samræðum í einrúmi (bréfaskiptum án eftirlits) verður að skýra þröngt. Ætlast er til, að sérstakt tiltekið til- efni sé fyrir hendi. Orðalagsbreytingu þeirri, sem gerð var með 2. gr. 1. 53/1979, var vafalítið ætlað að þrengja fyrirvarann, en að líkindum felur hið nýja orðalag ekki í sér rýmri rétt en viðurkenndur var í fram- 28) Árni Tryggvason 1952, 53. 29) Reglan gildir að sjálfsögðu, þótt mál sé i áfrýjun, en á ekki við um samband lögmanns við refsifanga, t.d. vegna reynslulausnar- eða náðunarbeiðni, sbr. Jónatan Þórmundsson 1982, 49. 30) Jónatan Þórmundsson 1984, 207. 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.