Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 18
3. mgr. 95. gr. norsku réttarfarslaganna nr. 25/1981 og 2. mgr. 730. gr. dönsku réttarfarslaganna. 1 dönsku lögunum er heimildin takmörkuð við norræna lögmenn. 1 9. og 14. gr. 1. 61/1942 er áskilið, að hæstaréttar- og héraðsdómslögmenn séu íslenskir ríkisborgarar. Erlendur stjórn- andi félags eða stofnunar og erlendir venslamenn geta hins vegar farið með mál að öðrum skilyrðum uppfylltum, sbr. 1. og 2. mgr. 5. gr. 1. 61/1942. Þingmálið er þó ætíð íslenska, sbr. 1. mgr. 40. gr. 1. 85/1936, sbr. 2. mgr. 19. gr. oml. Sökunautur gæti ráðið erlendan lögmann á sinn kostnað, enda samþykki dómari ráðninguna, sbr. 3. mgr. 81. gr. oml. 2) Sérstök skilyrði. Ákvæði um sérstök hæfisskilyrði verjenda, jafnt löggiltra málflytjenda sem annarra, er að finna í 85. gr. oml. Ekki má skipa þann mann verjanda, sem borið hefur vitni eða verið mats- eða skoðunarmaður í því máli, eða þann, er vera mundi óhæfur dómari í því sökunaut í óhag, eða þann, er viðriðinn kann að vera málið eða hefur að öðru leyti hag eða óhag af úrslitum þess, né heldur þann, er skipun hans gerði dómara óhæfan til að fara með málið, sbr. 3. og 7. tl. 36. gr. 1, 85/1936. Ákvæði 85. gr. tekur beinlínis til skipaðs verjanda í rýmri merkingu og því einnig til skipaðs réttargæslumanns. Lagarök hníga enn fremur að því, að dómari geri í þessu efni sömu kröfur til ráðins talsmanns og að afstaða hans til ráðningar fari eftir þeim, sbr. orðalag 82. gr. oml.: „og engar sérstakar ástæður mæla því annars í gegn“. Ekki er almennt ástæða til að slaka á þessum skilyrðum, þótt talsmaður sé ráðinn af sakborningi, en dómara kann að vera rétt að taka tillit til sérstakra aðstæðna, svo sem náins trúnaðarsambands söku- nauts við umbeðinn talsmann. Munurinn er kannski helst sá, að ákvörð- un dómara um það, hvern skipa skuli, má kæra til Hæstaréttar skv. 4. tl. 172. gr. oml., en ágreiningur um ráðningu talsmanns verður að lík- indum kærður samkvæmt almennu heimildinni í 10. tl. 172. gr. oml. Tæpast verður maður talinn vanhæfur sem verjandi skv. 85. gr. oml., þótt hann hafi verið kvaddur sem vitni, ef hann hefur ekki vitað neitt um málið. Ekkert er því til fyrirstöðu, að verjandi sé vinur sökunauts eða náinn venslamaður, ef ekki verður beinlínis sagt, að hann geti haft hag eða óhag af úrslitum máls. Svo mundi þó oft vera um venslamenn, ef hugtökin hagur og óhagur eru skilin svo rúmt, að þau taki bæði til fjárhagsmuna og siðferðilegra hagsmuna.17) Maður, sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum afbrots, verður ekki talinn hæfur verjandi, hvort sem brotið hefur bitnað á honum beint eða óbeint. Ef sökunautur er 17) Sjá Einar Arnórsson 1951, 113. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.