Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 65
„Út er komið Lagasafn 1983, og hefur það að geyma öll íslensk lög sem gildandi töldust 1. október 1983. Lagasafn kom síðast út árið 1974, og hafði það að geyma lög sem töldust í gildi 1. október 1973. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 30. október 1979, var Lagastofnun Háskóla íslands falið að sjá um útgáfu nýs Lagasafns, sem gefið yrði út af ráðuneytinu. Að höfðu nánara samkomulagi milli ráðuneytis og Lagastofnunar um fyrir- komulag útgáfunnar hófst vinna við safnið I ágúst 1981. Á fundi Lagastofnun- ar 25. september það ár voru kosnir í ritnefnd til ráðuneytis við útgáfuna Ármann Snævarr hæstaréttardómari formaður, Björn Friðfinnsson fram- kvæmdastjóri og Sigurður Líndal prófessor, forstöðumaður Lagastofnunar. Með ritnefnd hefur starfað af hálfu dómsmálaráðuneytisins Ólafur W. Stefáns- son skrifstofustjóri. Á sama fundi ráð Lagastofnun Björn Þ. Guðmundsson prófessor sem rit- stjóra útgáfunnar. Gegndi hann ritstjórastarfi til marsloka 1982, er hann að eigin ósk fékk lausn frá starfi. Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, nú menntamálaráðherra, var ráðin ritstjóri frá 1. júní 1982 og gegndi hún starfinu til marsloka 1983. Var þá ráðinn til starfsins Friðrik Ólafsson lögfræðingur, sem gegnt hefur starfinu síðan. Við útgáfu Lagasafnsins nú hefur verið fylgt sömu meginsjónarmiðum og gert hefur verið í lagasöfnum allt frá 1931, m.a. að því er varðar efnisflokkun. Vísað er til reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eins og I fyrri laga- söfnum, og hafa þær tilvísanir nokkuð verið auknar. Uppsetningu hefur nokk- uð verið breytt til glöggvunar og atriðisorðaskrá aukin. Vinnslu Lagasafnsins hefur verið hagað áþekkt og við fyrri útgáfur. Texti Lagasafnsins er nú tölvuskráður og auðveldar það að miklum mun endurút- gáfu og margvíslega vinnslu aðra. Tölvuskráningu Lagasafnsins annaðist Verk- og kerfisfræðistofan hf. Prent- un og bókband annnaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Bókabúð Lárusar Blöndal annast almenna sölu Lagasafnsins.“ Síðar á árinu 1984 var hafist handa um flutning texta lagasafnsins í tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavikurborgar. Stendur hann nú yfir, og verður unnt að hefja leiðréttingu hans, þegar því er lokið. Sigurður Líndal forstöðumaður 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.