Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 36
oml., að dómari geti utan þeirra tilvika, er nefnd voru, ákveðið vitna- leiðslu með úrskurði, ef telja má vitnisburð nauðsynlegan til varnar sökunaut, þ.á m. til þess að hann njóti málsbóta eða refsilækkunar. Ekki er fyllilega ljóst, hvað í þessari heimild felst. Hún á bersýniléga betur við 2. lið en 1. lið 1. mgr. Yfirleitt verður að telja það ólíklegt og óeðlilegt, að dómari grípi fram fyrir hendur verjanda um mat á því, hvað telst nauðsynlegt til varnar skjólstæðingi hans. Helst má hugsa sér, að slíkt sé nauðsynlegt til varnar öðrum sökunaut (sam- sökunaut) en skj ólstæðingi verjandans. Dómara væri líklega ekki stætt á slíkum úrskurði, ef rof þagnarskyldu yrði til þess að fella sök á skjólstæðing vitnaskylds verjanda. Dómari getur hugsanlega leyst málið með því að kveðja verjanda (verjendur) til skýrslugjafar í ein- rúmi til að kanna eðli upplýsinga og vinsa úr þeirn það, sem óhætt er að opinbera, sbr. 149. gr. 1. 85/1936, sbr. 107. gr. oml. með lögjöfn- un.si) 7) Viðurlög og önnur viðbrögð við þagnarskyklubrotum. Brot verj- anda sjálfs varða fyrst og fremst refsiábyrgð eða bótaábyrgð. Einnig getur reynt á réttindasviptingu og viðurlög af hálfu Lögmannafélags- ins. Loks vaknar sú spurning, hvort dómstólar eigi að taka tillit til upplýsinga, sem verjandi hefur gefið andstætt þágnarskyldu sinni. Nokkur ágreiningur hefur verið um það meðal fræðimanna, hvernig dómstólar eigi að meta ólögleg sönnunargögn, m.a. upplýsingar, sem málflutningsmaður hefur gefið andstætt þágnarskyldu sinni. Sumir eru þeirrar skoðunar, að dómstólar eigi að virða slíkar upplýsingar að vettugi, a.m.k. ef það var sökunautur, sem átti rétt á leynd.52) Svo afdráttarlaus afstaða getur leitt til óeðlilegra málaloka, auk þess sem norrænn réttur virðir frjálst sönnunarmat dómstóla sem eina af meg- inreglum réttarfars. Það er því mun aðgengilegri kostur, að umrædd réttaráhrif þagnarskyldubrots fari eftir mati á aðstæðum hverju sinni. 5S) Eins og almennt við mat sönnunargagna, sem ólöglega er afl- að, má einkum benda á þrjú atriði sem mælikvarða á heimila notkun upplýsinga, sem gefnar eru andstætt lögboðinni leynd: (1) mikilvægi sönnunargagnsins, (2) eðli og grófleiki þagnarskyldubrotsins og (3) grófleiki hins upplýsta atferlis. Því alvarlegra og afdrifaríkara sem þagnarskyldubrotið er (t.d. leiðir til sakfellingar), þeim mun meiri líkur eru til þess, að upplýsingarnar verði virtar að vettugi. Á hinn bóginn aukast líkur á, að þær verði lagðar til grundvallar, ef brot 51) Árni Tryggvason 1952, 53. 52) Sjá m.a. Tauno Tirkkonen 1952, bil. IV, 8. 53) Árni Tryggvason 1952, 53; Stephan Hurwitz 1959, 479. 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.