Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 55
og heiti fyrirlestra voru þessi: Sigfús Gauti Þórðarson, lögfræðingur f Seðla- banka íslands: „Ákvarðanir Seðlabanka íslands um dráttarvexti,“ Baldur Guðlaugsson, hrl.: „Sjónarmið varðandi gildandi reglur um dráttarvexti," Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl.: „Nauðsynlegar úrbætur á gildandi réttarreglum um dráttarvexti 1“ og dr. jur. Gaukur Jörundsson, prófessor: „Nauðsynlegar úrbætur á gildandi réttarreglum um dráttarvexti II.“ Að framsöguerindum loknum urðu miklar umræður. Til málþingsins komu 86 lögfræðingar. Laugardaginn 28. september 1985 fór fram sfðara málþing félagsins. Var það með hefðbundnu sniði og haldið að Fólkvangi á Kjalarnesi. Að þessu sinni var fjallað um „Skipti dánarbúa." í upphafi málþingsins gáfu borgarfógetarnir Ragnar Halldór Hall og Markús Sigurbjörnsson almennt yfirlit yfir „Opinber skipti.“ Studdust framsögumenn við ítarlega fjölritaða greinargerð, sem þeir sömdu um skipti dánarbúa og fundarmenn höfðu fengið fyrir málþingið. Eftir þennan inngang fluttu eftirfarandi framsögumenn fyrirlestra um eftirtalin efni: Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra: „Réttarreglur um óskipt bú,“ Guðrún Erlendsdóttir, dósent: „Staða langlífari maka eða sambýlis- manns við búskipti,“ Jóhann H. Nfelsson, hrl.: „Skiptaforstjórn,“ Benedikt Sigurjónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari: „Skattlagning dánarbúa," Ragn- ar Halldór Hall, borgarfógeti: „Erfðafjárskattur" og Markús Sigurbjörnsson, borgarfógeti: „Dómsvald skiptaréttar." Fyrir málþingið var dreift fjölrituðum gögnum frá öllum framsögumönnunum, ýmist fyrirlestrunum sjálfum, yfirlit- um yfir þá eða ritgerðum, sem voru lengri en sjálfir fyrirlestrarnir. Auk þess lágu frammi á málþinginu sýnishorn af skjölum til notkunar við lokauppgjör arfs við einkaskipti. Skjöl þessi voru gerð af Guðmundi Ingva Sigurðssyni, hrl. Málþingið var sett kl. 9 árdegis og stóðu framsöguerindi til kl. um 15. Eftir það voru almennar umræður til kl. 17. Matarhlé var gert um hádegið og kaffihlé síðdegis. Frá kl. 17 til 19 var borinn fram síðdegisdrykkur. Þetta málþing er fjölmennasta samkoma í sögu félagsins, en í því tóku þátt 146 lögfræðingar. Er ekki víst, að fleiri íslenskir lögfræðingar hafi nokkru sinni fyrr komið saman á einum stað. Aðsókn að hinum hefðbundnu haust- málþingum félagsins er nú orðin svo mikil, að leita verður að nýjum fundar- stað, sem rúmar a.m.k. 200 manns í sæti í fundarsal og borðsal. Stjórnin telur æskilegt, að ekki þurfi að takmarka fjölda þátttakenda á málþingum fé- lagsins. Skoðanir kunna þó að vera nokkuð skiptar um, hvort mjög fjölmenn málþing séu æskileg. Mikið fjölmenni getur valdið framkvæmdarerfiðleikum, sem draga úr fræðilegum árangri. Svo sem fyrr segir flutti Charles L. Black, Jr., prófessor við lagadeild Yale- háskóla, tvo fyrirlestra á vegum félagsins. Stjórnin skipulagði dvöl hans hér á landi, og bar Lilja Ólafsdóttir hita og þunga dagsins f þvf efni. M.a. gengust nokkrir stjórnarmanna fyrir „opnu húsi“ eða „jazzkvöldi" í Skólabæ við Suð- urgötu hinn 2. mars 1985. Sóttu það nokkrir félagsmenn og lagastúdentar. Stjórnarfundir voru færri en undanfarin ár, en undirnefndir stjórnarmanna unnu allmikið starf, sem annars hefði farið fram á fuilskipuðum stjórnarfund- um. Að frumkvæði Lögmannafélags íslands var í mars 1985 skipuð þriggja manna nefnd til að huga að nauðsynlegum endurbótum á reglum um dráttar- vexti. Nefndarmenn voru Gaukur Jörundsson, prófessor, frá Lögfræðingafélagi íslands, Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., frá Lögmannafélagi íslands og 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.