Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 30
mgr. 94. gr. oml. tiítaka verjanda sem þagnarskyldan án nánari til- greiningar. Gilda ákvæðin jafnt um skipaða verjendur sem ráðna og um löggilta málflutningsmenn jafnt sem aðra talsmenn, er taka að sér vörn í opinberum málum eða einkarefsimálum. Ákvæði 1. gr. 1. 61/1942 tekur aðeins til hæstaréttar- og héraðsdómslögmanna, en að öðru leyti á það við, sem hér á eftir ségir. Skyldan tekur einnig til fulltrúa, aðstoðarmanna og annarra starfsmanna, sem óhjákvæmi- lega umgangast þau gögn, sem verjandi hefur í höndum, eða fá vit- neskju sína með öðrum hætti beint eða óbeint, sbr. 230. gr. i.f. hgl. og 1. mgr. 6. gr. siðaréglna lögmanna. Þetta er að vísu ekki tekið fram í þagnarskylduákvæðunum öðrum en 230. gr. hgl., en þau næðu ekki tilgangi sínum ella.34) Skiptir ekki máli, hvort um varanlegt starf er að ræða eða tímabundið, t.d. sumarleyfis- eða forfallavinnu. Sama á við um samstarfsmenn, t.d. aðra lögmenn, er starfa með verj- anda, að því leyti sem þeir vinna saman að málum, svo og um lög- fræðinga, er þreyta prófraun sem verjendur fyrir héraðsdómi eða Hæstarétti, sbr. 9. og 14. gr. 1. 61/1942. Hugtakið verjandi tekur hér einnig til þess, er ræðir einslega við sökunaut eða fær upplýsingar í trúnaði til þess að geta metið, hvort hann tekur vörn að sér. Refsi- ábyrgð skv. 230. gr. hgl. getur enn fremur náð til hvers þess, er telst hlutdeildarmaður (extraneus) skv. 22. gr. hgl. 3) Tímasetning skyldunnar og varanleiki. Vitneskju þá, sem leynt á að fara, þarf verjandi yfirleitt að hafa fengið í starfi sínu,35) sbr. 1. mgr. 86. gr. oml., 1. gr. 1. 61/1942 og 230. gr. hgl., sbr. og 6. gr. siða- reglna lögmanna. Skiptir yfirleitt ekki máli, hvort það gerist í eða utan eðlilegs vinnutíma og hvort vitneskjan varðar starfið beinlínis eða ekki. Þrengra tímamark gildir um bann við vitnaleiðslu, þar sem verjandi skal hafa tekið vörnina að sér, sbr. 1. mgr. 94. gr. oml. Þessi tímamörk ber að skýra rúmt. Lögmaður kann að fá trúnaðarupplýs- ingar um tiltekið mál vegna starfs síns, þótt hann sé ekki að störfum þá stundina (t.d. í sumarleyfi). Eðlilegt er að líta svo á, að þagnar- skylda nái til slíkra upplýsinga, sbr. ákvæði þar um í 136. gr. hgl.36) Þagnarskylda helst áfram, eftir að máli lýkur og eins þótt þagnar- skyldur maður láti af starfi (lögmannsstarfi, verjandastarfi), sbr. 34) Árni Tryggvason 1952, 54. Á öðrum sviðum réttarins er það til, að þetta sé tekið fram, sbr. 115. gr. I. 75/1981. 35) Hér er átt við starf verjanda (lögmanns) í rúmum skilningi, bæði innan réttar og utan (ráðgjafar- og málflutningsstörf), sbr. Árni Tryggvason 1952, 55-56; Georg Lous 1960, 41-43. 36) Svipað á við um lögreglumenn, sjá Betænkning nr. 998/1984, bls. 57; Stephan Hunvitz 1955, 65. 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.