Morgunn


Morgunn - 01.06.1970, Blaðsíða 68

Morgunn - 01.06.1970, Blaðsíða 68
62 MORGUNN Tón bóndi í Dal ætti annan hrútinn en Sigfús í Hvammi hinn. Um haustið eftir göngur gisti Sigurður, sonur Jóns í Dal, á Ytra-Lóni og barst þá í tal draumvitrun Jóa um hrútana. Var leitað leyfis til að mega spyrja hann nánar um þetta, er hann væri sofnaður, og kvað Jói það velkomið. Lýsir hann siðan í svefni staðnum að nýju, og nú svo greinilega, að Sig- urður þykist glöggt þekkja staðinn. Fer hann þangað skömmu seinna og finnur þar hrútana dauða, samankrækta á hornun- um. Átti Jón í Dal annan þeirra en Sigfús i Hvammi hinn. Réttmæti þessarar frásagnar vottar Jóhann Gunnlaugsson, hreppstjóri á Þórshöfn, sem var viðstaddur á engjunum, þegar Jói var fyrst spurður um hrútana. Skœrin. Húrfreyjan á Ytra-Lóni, María Gunnlaugsdóttir, tapaði ska^rum, er ekki fundust þótt leitað væri. Spurði hún þá Drauma-Jóa um skærin. Svaraði hann því upp úr svefninum, að þau væru úti í skemmu. Ekki fundust þau þar, og var Jói spurður á nýjan leik. Þá lýsti hann staðnum i skemmunni nánar og gat þess, að vettlingar lægju þar ofan á þeim. Stóð það allt heima og fundust skærin. Hann er í Laxárdal. Jóhann Gunnlaugsson fór eitt sinn í ferð til Raufarhafnar. Þegar hann kom ekki heim á þeim degi, sem gert hafði verið ráð fyrir, varð móðir hans hálfóróleg og spurði Jóa, er hann var sofnaður, hvar sonur sinn væri og hvernig ferðin hafi gengið. „Hann er i Laxárdal og gistir þar í nótt. Árnar eru slæmar yfirferðar, svo hann verður að fara með sjónum og yfir Laxá úli við ós. Hann kemur á morgun.“ Allt stóð þetta heima, og hefur Jóhann sjálfur sagt söguna og kona hans staðfest hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.