Morgunn


Morgunn - 01.06.1970, Blaðsíða 84

Morgunn - 01.06.1970, Blaðsíða 84
78 MORGUNN vinna að því að gera við vatnsleiðsluna í eldhúsinu hjá okkur, sem bilað hafði. Hann var okkur jafnan hjálpsamur, og ég held að ekki sé ofmælt, að með okkur hafi verið kært samband sonar og móður. Ekki mun hann á þeim árum hafa hugsað mikið um dauðann og því síður húizt við, að hann væri honum jafn nálægur og raun !>ar vitni. Eg man vel, að hann hafði þá fyrir skömmu haft orð á því við mig, að hann ætlaði endi- lega að gefa mér útvarpstæki, en það höfðum við hjónin ekki haft efni á að kaupa, en hann vissi, að mig langaði til að eign- ast það. Ég get ekki sagt, að ég sé gædd sérstökum dulrænum hæfi- leikum, en líklega er ég dálítið næm fyrir áhrifum frá þvi, sem ekki er sýnilegt berum augum né þreifað verður á með höndunum. Móðir mín sáluga átti slika hæfileika á hærra stigi. Og hún hafði læknishendur. Þjáningar sjúkra linuðust eða hurfu, þegar hún fór höndum um þá. Þeir fundu beinlínis hressandi og læknandi strauma leika um sig frá Jiessum höndum. En hvað um það. Stuttu eftir að sonur minn dó, tók ég að heyra fótatak og umgang í húsinu, þegar kyrrt var og hljótt og einkum á nóttunni, þegar aðrir sváfu. Mér fannst ég þekkja Jtetta fótatak. Og í eldhúsinu heyrði ég hvað eftir annað verið að sýsla við vatnsleiðsluna, glamur i áhöldum og töng- um, og stundum var gengið inn í stofuna og dregnar þar út skúffur, líkt og verið væri að leita þar að smíðaáhöldum, sem þar voru geymd. Ekki get ég sagt, að ég væri hrædd við Jíetta. Öðru nær. En mig furðaði dálitið á því. Smám saman tók að draga úr þessum umgangi og síðan hvarf hann með öllu. Dagarnir þokuðust áfram og mánuðir liðu. Á afmælisdaginn minn var ég að þvo þvott niðri í kjallara. Eg var alein i húsinu. Þá heyri ég allt í einu umganginn á ný og ennþá greinilegar en nokkurn tíma áður. Ég heyrði, að hurðir voru opnaðar, gengið aftur og fram um stofuna og eld- húsið, rétt fyrir ofan höfuðið á mér. Ég vissi, að húsið var ólæst, og ég þóttist að lokum sannfærast um, að nágranni okkar, sem mátti heita daglegur gestur, væri þarna uppi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.