Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  209. tölublað  98. árgangur  HJÁLPA FÓLKI AÐ NÁ MARK- MIÐUM SÍNUM HLERANIR VERÐI RANNSAKAÐAR AÐ NÝJU KYNÓÐUR TÓNLISTARÁLFUR BRUTUST INN Í SÍMSVARA 16 FJÖLLISTAMAÐUR 30HUGBROT 10 Wolfgang Müller leikur í Sumarlandinu Egill Ólafsson egol@mbl.is Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill ekki svara því hvort búið sé að ýta tilboðsleið út af borðinu, en meirihluti nefndar um endurskoðun stjórnkerfis fiskveiða vill ekki að sú leið verði farin. „Við vitum um áherslur ríkisstjórnar- flokkanna í þessu máli. Við munum skoða þetta áfram í ráðuneytinu,“ segir Jón. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokk- anna segir að ríkisstjórnin ætli að „leggja grunn að innköllun og end- urráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka“. Verða að reyna þessa leið Jón leggur áherslu á að í skýrslu starfshópsins hafi verið lagðir fram valkostir sem sjávarútvegsráðuneyt- ið muni fara yfir. Stefnt sé að því að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi fyrir áramót. „Það væri óeðlilegt ef þessi leið [samningaleið] yrði ekki skoðuð ít- arlega og reynd til hlítar,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, um niðurstöðu nefndarinnar. Hann bendir á að stjórnvöld hafi skipað þessa nefnd og þar hafi ekki reynst stuðningur við fyrningarleið. „Ég tel að stjórnvöldum sé ekki stætt á öðru en að reyna að leiða þetta fram með samstarfi við þá aðila sem málið varðar.“ Fjórir þingmenn stjórnarflokk- anna í starfshópnum segja að stjórn- arflokkarnir gætu náð fram stefnu sinni í sjávarútvegsmálum með fyrn- ingarleið. Um hana hafi hins vegar ekki náðst samstaða. Þeir leggja til að samningaleiðin verði farin. MLeggur til samningaleið »6 Skoðar alla kosti  Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir að allar tillögur nefndar um endur- skoðun fiskveiðistjórnkerfisins verði skoðaðar í sjávarútvegsráðuneytinu í vetur Thomas Kahlenberg tryggði Dönum 1:0 sigur gegn Íslendingum rétt fyrir leikslok í viðureign liðanna í undankeppni EM í knattspyrnu í Kaup- mannahöfn í gær. Ísland er án stiga eftir tvo leiki en „nýja landsliðið“ sýndi fína takta gegn Dönum og var hársbreidd frá jafntefli á erfiðum útivelli. Ólafur Jóhannesson þjálfari þakkar hér áhorfendum stuðninginn en Aron Einar Gunn- arsson leynir ekki vonbrigðum sínum. » Íþróttir Morgunblaðið/Gísli Baldur Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu á Parken Sunna Ósk Logadóttir Una Sighvatsdóttir Konurnar sem leitað hafa skjóls í Konukoti eru þegar orðnar fleiri í ár en allt árið 2008 er þær voru flestar. 66 konur á aldrinum 19-64 ára hafa leitað athvarfs í Kotinu frá áramót- um en það opnaði fyrst dyrnar fyrir heimilislausum konum árið 2004. 23 þeirra voru að koma þangað í fyrsta sinn. Þá hefur samsetning hópsins sem sækir í athvarfið breyst, kon- urnar eru yngri en áður og fleiri þeirra eru sprautufíklar. „Við merkjum fjölgun sprautu- notenda í gestahópi Konukots og álítum að ástæðan geti annars vegar verið að konur þekkja orðið betur til athvarfsins og hins vegar einfald- lega að neysla efna sem kalla á sprautunotkun sé almennt að aukast,“ segir Kristín Helga Hall- dórsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins sem rekur Konukot. Bekkurinn var nokkuð þéttskip- aður í Konukoti í sumar, t.d. leituðu 25 konur þangað í júlí og eina nótt- ina gistu þar samtímis tólf konur. Kristín Helga segir skýringuna lík- lega einfalda: Fleiri Íslendingar séu yfir höfuð á faraldsfæti á sumrin. Aðstoð við sprautufíkla, þar sem þeim er m.a. boðið upp á hreinar nál- ar og sprautur, hefur verið eitt helsta verkefni Heilsuhýsisins, nokk- urs konar heilsugæslu á hjólum sem Reykjavíkurdeild RKÍ hefur nú rek- ið í tæpt ár. Heilsuhýsinu er ekið um bæinn og m.a. lagt í viku hverri fyrir utan Konukot. MHeilsuvernd jaðarhópa »5 Aldrei fleiri konur leitað skjóls í Konukoti  Samsetning hópsins að breytast  Konurnar yngri og fleiri eru sprautufíklar Fjöldi kvenna sem gisti í Konukoti í júlí 2005 2006 2007 2008 2009 2010 11 15 16 16 15 25  Um 130 milljóna króna afborgun af lánum sem Reykjaneshöfn fékk hjá nokkrum lífeyrissjóðum hefur verið í vanskilum frá 1. maí. Hafn- arstjórinn segir að væntanlega muni lóðagjöld vegna kísilvers og álvers skila höfninni um 500 millj- ónum á þessu ári. Þá verði hægt að greiða af lánunum. En verði ekki af leigu lóðarinnar til kísilversins gæti tapið hins vegar numið um 500 milljónum á þessu ári. Höfnin skuldar um 5,6 milljarða. »2 Reykjaneshöfn í miklum vanda  Fulltrúar frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa óskað eft- ir fundi með íslenskum stjórnvöld- um um ágreining Íslands og ESB um makrílveiðar. Ákveðið hefur verið að fundurinn verði haldinn í Reykjavík 20.-22. september. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir sjálf- sagt að verða við þessari ósk enda sé tilgangur ESB að kynna sér sjón- armið Íslendinga. Hann leggur áherslu á að þetta séu ekki samn- ingaviðræður. Það sé á vettvangi strandríkjanna að semja um makr- ílinn og reynt verði að gera það á fundum Íslands, Færeyja, Noregs og ESB 14.-15. október. 20-25 manns verða líklega í sendinefnd ESB, en fulltrúar flestra aðildarríkjanna verða í nefndinni. egol@mbl.is ESB óskar eftir við- ræðum um makríl  Forsvarsmenn Verne Holding segja nauðsynlegt að ásættanleg niðurstaða náist sem fyrst í þau mál sem standa út af borðinu. Án þess sé hætta á að stórfyrirtæki leiti annað í Evrópu eftir gagnaverum. Tafir stjórnvalda hafi þegar haft áhrif á ákvarðanatöku og áhuga fyrirtækja á Íslandi. Enn er áhugi hjá Verne á að reka gagnaver í Reykjanesbæ. »4 Tafir stjórnvalda hafa áhrif á Verne Veiðigjaldið skilaði 1,4 millj- örðum í ríkissjóð á síðasta fisk- veiðiári. Gert er ráð fyrir að gjaldið skili 2,7-2,9 milljörðum á fiskveiðiárinu sem hófst 1. sept- ember. Gjaldið er 9,5% af ebitdu, þ.e. áður en tekið er til- lit til vaxtagreiðslna og vaxta- tekna, skatta og afskrifta. Hærra gjald VEIÐIGJALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.