Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 www.noatun.is FLJÓTLEGT OG GOTT Hafðu það gott með Nóatúni GRILLAÐUR LAMBABÓGUR KR./STK. 1498 Egill Ólafsson egol@mbl.is Þó að meirihluti nefndar um end- urskoðun á stjórn fiskveiða hafi náð samkomulagi um að fara svo- kallaða samningaleið er um margt óljóst hvernig hún verður útfærð. Sjávarútvegsráðuneytið mun núna fara yfir skýrsluna og semja frum- varp sem lagt verður fyrir Alþingi. Í skýrslu starfshópsins er mælt með því að áfram verði stuðst við aflamarkskerfi við stjórn fiskveiða. Það er álit meirihluta hópsins að þrengja beri heimild til framsals aflaheimilda en leyft verði að skipta á jöfnu á aflaheimildum og að færa aflaheimildir milli skipa innan sömu útgerðar. Meirihluti hópsins vill að þau viðskipti sem leyfð verða með aflaheimildir fari fram í gegnum opinberan markað og gjald af nýtingu á auðlindum sjávar renni í sameiginlegan sjóð landsmanna. Ákvæði um þjóðareign í stjórnarskrá Starfshópurinn, að undanskild- um fulltrúum LÍÚ, telur nauðsyn- legt að skýrt ákvæði um þjóðar- eign á náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindir sjávar, verði sett í stjórnarskrá. Hópurinn leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra sendi erindi þar að lút- andi til nýskipaðrar stjórnlaga- nefndar sem er að undirbúa þjóðfund og stjórnlagaþing. Erfiðasta úrlausnarefni nefnd- arinnar var að ná samkomulagi um hvernig ætti að standa að úthlutun fiskveiðiheimilda. Nefndin var sammála um að við ákvörðun um úthlutun aflaheimilda skyldi gæta þjóðhagslegrar hagkvæmni, lang- tímasjónarmiða til að tryggja af- komu sjávarútvegsins, að hámarka afrakstur auðlindarinnar og tryggja sjálfbæra nýtingu fiski- stofna við landið. Nauðsynlegt væri að gæta jafnræðis við út- hlutun veiðiheimilda og atvinnu- frelsis, m.a. í samræmi við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í starfshópnum voru lagðar fram þrjár megintillögur um út- hlutun aflaheimilda. Í fyrsta lagi svokölluð tilboðsleið, þ.e. hlutfalls- leg innköllun aflaheimilda um t.d. 5 – 8% á ári með endurúthlutun þessa hlutfalls á tilboðsmarkaði. Þessi leið hefur stundum verið kölluð fyrningarleið. Í öðru lagi var lögð fram tillaga um svokallaða samningaleið, með samningum um afnotarétt og end- urúthlutun með tilvísun í almennar reglur um meðferð og nýtingu náttúruauðlinda. Þriðja leiðin er svokölluð „Pottaleið“, þar sem aflahlutdeildum er skipt með ákveðnum hætti sem föstu hlutfalli af útgefnum veiðiheimildum. „Meirihluti starfshópsins telur að með tilliti til settra markmiða og kröfu um jafnræði og meðalhóf sé rétt að endurskoða fiskveiði- stjórnunarkerfið með sjálfstæðri löggjöf sem taki hliðsjón af auð- lindastefnu almennt er byggist á hugmyndum um samningaleið. Meirihluti starfshópsins telur rétt að gerðir verði samningar um nýt- ingu aflaheimilda og þannig geng- ið formlega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. Samningarnir skulu m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila, kröfur til þeirra sem fá slíka samninga, tímalengd og framlengingu samninga, gjald- töku, aðilaskipti, ráðstöfun afla- hlutdeilda sem ekki eru nýttar, meðferð sjávarafla o.fl. Mismun- andi skoðanir voru innan hópsins um útfærslu á einstökum atriðum slíkra samninga,“ segir í niður- stöðukafla nefndarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nefndin Síðasti fundur starfshópsins var haldinn í fyrradag. Formaður nefndarinnar, Guðbjartur Hannesson, (l.t.v.) kemur til fundarins. Leggur til samningaleið  Sjávarútvegsráðuneytið mun fara yfir skýrslu um endurskoðun fiskveiði- stjórnkerfisins með það að markmiði að leggja frumvarp fyrir Alþingi í vetur Finnbogi Vikar, fulltrúi Borg- arahreyfingarinnar, og Jón Steinn Elíasson, fulltrúi Samtaka fisk- framleiðenda og útflytjenda, vildu fara svokallaða tilboðsleið. Þeir lýstu sig alfarið andvíga samningaleið. Finnbogi segir í bókun með nefnd- arálitinu að tilboðsleiðin stuðli að bættu viðskipta- og samkeppn- isumhverfi í sjávarútvegi og ekki síst „að bættum sjálfsögðum mannrétt- indum almennings þar sem aðgengi að veiðiheimildum verður á jafnrétt- isgrundvelli“. „Samningaleiðin er versta mögu- lega útkoman sem nefndin getur lagt til þegar hagsmunir almennings eru hafðir í huga. Þetta er með svikayfirbragði sem felur í sér að kvótinn er í raun innkallaður og út- hlutað aftur til núverandi kvótahafa til „eignar“ næstu 15-30 árin með framlengingarákvæðum,“ segir í bókun Finnboga. Í huga Samtaka fiskframleiðenda (SFÚ) er tilboðsleiðin eina leiðin sem gæti verið grunnurinn að sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar. Samningaleiðin loki kerfinu. SFÚ skorar á stjórnvöld að stuðla að gegnsæjum og eðlilegum viðskiptum með aflaheimildir og er krafa SFÚ að öll viðskipti með aflaheimildir fari í gegnum opinberan markað. Hafna samninga- leiðinni Tveir lýstu sig and- víga niðurstöðunni Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna í starfshópnum telja að með svokall- aðri tilboðsleið sé hægt að uppfylla markmið ríkisstjórnarinnar um inn- köllun og endurúthlutun aflaheim- ilda. Ekki sé hins vegar samstaða um þessa leið. Þeir leggja því til að samningaleið verði farin. Það sé þess virði að fara þessa leið „ef hún má verða til frekari sáttar meðal þjóð- arinnar og hagsmunaaðila um fisk- veiðistjórnunarkerfið“. Þeir leggja áherslu á að ef þessi leið verði farin þurfi að setja skýr lög um réttindi og skyldur samn- ingsaðila sem tryggðu að jafnræðis yrði gætt við úthlutun nýrra heim- ilda, aukningu, ráðstöfun nýrra teg- unda eða heimilda sem falla til með einhverjum hætti. Töldu tilboðs- leiðina koma til greina Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segir að eitt af því sem eigi eftir að útfæra í samningaleiðinni sé hvað af- notarétturinn verði til langs tíma. Hann bendir á að í lög- um sé gert ráð fyrir að orkuauðlindir séu leigðar til 65 ára. Í nefndinni hafi verið talað um 10-50 ár. „Við teljum að eftir því sem samningstíminn er lengri því betri verði rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna.“ Adolf segir það ekki rétt að samningaleiðin feli í sér óbreytta stefnu. „Það felur í sér breytingu ef það verður niðurstaðan að menn semji um afnotarétt til lengri tíma. Þetta hefur ekki verið skilgreint áður. Við eigum þennan afnotarétt, en gangi þetta eftir verður eignarétturinn kominn yfir til þjóðarinnar.“ Í bókun LÍÚ segir m.a. um samningaleiðina: „Þrátt fyrir að samningaleið kunni í einhverjum tilvikum að skerða núverandi rétt sjávarútvegsfyrirtækja leggjum við til að sú leið verði farin þar sem breið samstaða náðist um hana í starfshópnum. Forsendan er sú að með því verði sköpuð víðtæk sátt um fiskveiðistjórnina.“ „Jafnskjótt og samningaleiðin varð niðurstaðan var öðrum leiðum, þ.m.t. fyrningarleiðinni í ýmsum út- færslum, hafnað. Það leiðir af eðli málsins, að um leið og ein leið er valin, eins og í þessu tilfelli, er verið að hafna öðrum. Mjög mikilvægt er að þetta verði lagt til grund- vallar á komandi mánuðum,“ segir í bókun Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Lengri samningstími bætir rekstur útgerðar  Niðurstöður nefndarinnar verði lagðar til grundvallar Morgunblaðið/Ernir Fiskvinnsla Mestur stuðningur var við samningaleiðina. „Í skýrslunni, sem skilað var til ráðherra, eru lagðir upp valkostir. Nú fer þetta í áframhaldandi vinnslu innan ráðuneytisins. Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um niðurstöðuna,“ segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nið- urstöður starfshópsins. Jón sagðist stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir ára- mót. Hann vildi ekki svara því hvort búið væri að ýta svokallaðri til- boðsleið út af borðinu fyrst ekki hefði verið stuðningur í nefndinni við að fara þá leið. „Við vitum um áherslur ríkis- stjórnarflokk- anna í þessu máli. Við mun- um skoða þetta áfram í ráðuneytinu.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir að „leggja [skuli] grunn að innköllun og endur- ráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka.“ Skoðum þessa valkosti JÓN BJARNASON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.