Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 9
Kanna hug félagsmanna » Framkvæmdastjórnin fer með æðsta vald í málefnum SGS á milli þinga. » Sum aðildarfélög SGS eru að láta vinna viðhorfskannanir meðal félagsmanna sem lagð- ar verða til grundvallar kröfu- gerð félaganna í haust. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það er gríðarlega mikil áhersla lögð á atvinnumálin og kaupmátt- inn,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), en framkvæmdastjórn þess fundaði í gær um undirbúning kjaraviðræðna í haust. „Fólk vill sjá launin hækka. Það eru afdráttar- lausar og skýrar kröfur um það.“ Á fundinum í gær var farið yfir skipulag og undirbúning fyrir kjara- viðræðurnar í haust. Forystumenn verkalýðsfélaganna í SGS bjuggu sig m.a. undir gerð viðræðuáætlana sem ganga þarf frá með viðsemj- endum, atvinnurekendum og hinu opinbera. Sú einstaka staða er uppi að nánast öll launþegafélög og sam- bönd launafólks á Íslandi verða með lausa samninga í nóvember og des- ember. „Þetta var fyrst og fremst und- irbúnings- og skipulagsvinna en að sjálfsögðu hafa menn komið að áherslum sínum um stöðuna. Menn skynja það mjög vel í baklandinu hverjar áherslur fólksins eru,“ segir Kristján. Óstöðugleiki og lítið traust Formannafundur verður á Egils- stöðum í næsta mánuði og kjararáð- stefna en þá er reiknað með að skýr mynd verði komin á kjaraáherslur aðildarfélaganna. Aðstæður í at- vinnulífinu eru með þeim hætti að forysta verkalýðshreyfingarinnar býr sig undir erfiða og flókna samn- ingsgerð í haust og vetur. „Það er ekki mikið traust á stjórnvöldum og þeim yfirlýsingum sem þaðan koma. Menn vilja fara mjög varlega í þeim samskiptum. Það er engin innistæða núna fyrir einhverjum langtímasamningum. Ég skynja það engan veginn. Það er vegna óstöðugleikans í þjóðfélaginu og lítils trausts,“ segir Kristján. Hann tekur undir að andstæðurn- ar séu mjög miklar þegar atvinnu- greinar eru bornar saman, útflutn- ingsgreinar gangi vel en aðrar greinar berjist í bökkum. Nauðsyn- legt sé að finna einhvern meðalveg. „Það eru uppi þau sjónarmið að þetta geti orðið flóknustu samning- ar sem við höfum tekið þátt í. Það er líka sérstakt að allir eru á sama tímapunkti [með lausa samninga] en í mjög ólíkri stöðu innbyrðis,“ segir Kristján. Fólk vill sjá launin hækka  Það er engin innistæða fyrir langtímasamningum, segir formaður Starfsgreina- sambandsins  Framundan eru „flóknustu samningar sem við höfum tekið þátt í“ Morgunblaðið/Ómar Óstöðugt Kristján Gunnarsson, formaður SGS, segir óstöðugleika í þjóðfélaginu setja mark sitt á kjaraviðræður. ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Fagridalur Fýlaveiði er enn stunduð í Mýr- dalnum og er fýllinn í óvenjugóðu ástandi hvað varðar holdafar, þetta sumarið, mikið er um að hópar fólks taki sig saman og verki fýlinn, tölu- verð vinna er í að veiða, reyta, svíða og salta fýlinn svo að verkunin verði sem best, en margir telja það ómiss- andi að fá að smakka fýl. Víkurskáli hefur undanfarin ár boðið upp á fýlaveislu og er fyrirhugað að halda hana í haust, þessi veisla hefur mælst vel fyrir verið afar vel sótt, þarna gefst fólki sem hefur ef til vill ekki tækifæri að verka og veiða fýl sjálft kostur á að smakka hann.    Eftir mjög gott sumar með blíðu veðri og góðum heyfeng byrj- aði september með stöðugum rign- ingum og þó að gott sé að hafa rign- ingu öðru hvoru er mjög slæmt að smala ef stöðugt ríkir þoka og rign- ing og jafnvel rok. Þó tókst að smala fremri hlutann af Dalheiði og Heið- arheiði milli skúra um síðustu helgi. Og um næstu helgi er stefnt að því að fara í Höfðabrekkuafrétt, best er að hægt sé að ljúka smala- mennskum á skipulögðum dögum því annars frestast bæði aðrar smalamennskur og slátrun.    Slátrun fer seinna af stað hjá Sláturfélagi Suðurlands en und- anfarin ár, ekki var um neina sum- arslátrun að ræða enda hefur gengið illa að fá sláturlömb mjög snemma og framkvæmdin hefur verið dýr, vegna þess að gæðastýringarálag er borgað á innlagt kíló í staðinn fyrir á lamb og þar af leiðandi hagkvæm- ara fyrir bóndan að láta lömbin stækka fram eftir hausti, sláturleyf- ishafar hafa því margir brugðið á það ráð að yfirborga fyrstu vik- urnar.    Menningarhátíð Mýrdælinga Regnboginn List í fögru umhverfi verður haldin helgina fyrsta til ann- an október, þar verður meðal ann- ars keppt um regnbogastjörnuna 2010 en það er söngkeppni þar sem sönghópar keppa sín á milli, þema keppninnar í ár er íslensk dægurlög. Fýllinn með vænsta móti Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Réttir Einar Einarsson, bóndi á Völlum, í fyrirstöðu í réttum í haust. Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is fæst hjá okkur „Það er gaman í skólanum, þar eru svo margir krakkar með sama áhugamál og margt sem maður get- ur lært,“ segir Sina Scholz sem fékk afhenta Morgunblaðsskeifuna við brautskráningu nemenda frá Há- skólanum á Hólum. Alls útskrifuðust 27 nemendur sem hestafræðingar og leiðbein- endur af hestafræðibraut. Anna- Lena Aldenhof hlaut viðurkenn- ingar fyrir hæstu meðaleinkunn og hæstu einkunn í kennslufræði á leið- beinendastigi, auk þess sem hún hlaut Eiðfaxabikarinn. Sina Scholz fékk reiðmennskuverðlaun FT og Morgunblaðsskeifuna sem veitt er fyrir besta samanlagðan árangur í reiðmennsku. Nítján brautskráðust með dip- lómu í tamningum og var Silvíu Sig- urbjörnsdóttur veittur tamninga- bikar FH. Þá útskrifuðust sjö nemendur sem þjálfarar og reið- kennarar. Sigvaldi Lárus Guð- mundsson hlaut bæði Morgunblaðs- hnakkinn og LH-styttuna. Vegna hestapestarinnar var ekki hægt að ljúka prófum í hesta- fræðideildinni sl. vor og var braut- skráningu frestað fram á haust. Sina segir að vegna aðstæðnanna í vor hafi nemendur ekki vitað hvort þeir fengju verðlaunin. Það hafi því verið óvænt að fá Morgunblaðsskeifuna. Sina er frá Þýskalandi og hefur búið hér á landi í þrjú ár. Það var ís- lenski hesturinn sem dró hana hing- að til lands. „Ég ætlaði að vera í eitt ár en leist svo vel á að ég ákvað að vera lengur og síðan stefndi ég að því að fara í skólann,“ segir Sina sem nú er að hefja sitt annað ár í Hólaskóla. Hún er staðráðin í því að gera hestamennskuna að ævistarfi sínu. helgi@mbl.is Ljósmynd/Guðrún Stefánsdóttir Skeifuhafi Sina Scholz tók við viðurkenn- ingum sínum í Hóladómkirkju. Margir í skóla með sama áhugamál Útivist heldur upp á 35 ára afmæli sitt í Básum á Goðalandi laugardag- inn 18. september. Boðið verður upp á kaffi, grill og skemmtun. Helgarferðirnar Grill og gaman og Laugavegur hraðferð eru helg- aðar afmæli félagsins, að því er seg- ir í tilkynningu frá félaginu. Í hrað- ferðinni er Laugavegurinn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, genginn á tveimur dögum. Einnig er í boði dagsferð á Goðaland við Þórsmörk að morgni 18. sept- ember. Í gönguferðunum verður að öllum líkindum farið yfir nýju göngubrýrnar til að fara yfir í Stóraenda. Nánari upplýsingar má nálgast á www.utivist.is. Útivist heldur upp á 35 ára afmæli Fagurt Básarnir svíkja engan. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Með skömmu millibili hafa tveir mælar, sem staðsettir voru á Suður- landi, orðið skemmdarvörgum að bráð. Um er að ræða úrkomumæli í Vestmannaeyjum og svifryksmæli í Vík í Mýrdal. Frá því í vor hefur Umhverfis- stofnun rekið loftgæðamælistöð í Vík í Mýrdal til að fylgjast með öskufalli og síðan öskufoki vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Um síðustu helgi var stöðinni stolið og fannst hún úti á golfvelli bæjarins í um það bil kíló- metra fjarlægð frá þeim stað þar sem hún stóð. Skemmdir urðu á stöðinni við þetta og því var talið nauðsynlegt að flytja hana til Reykjavíkur til viðgerðar. „Ljóst er að þeir sem þarna voru að verki hafa þurft að leggja allnokk- uð á sig, þar sem stöðin var fest við staur og í 4 m hæð, auk þess sem hún vegur 70 kg,“ segir á vef Umhverf- isstofnunar. Loftgæðamælistöðin, sem hefur mælt svifryk við Raufarfell undir Eyjafjöllum, er nú í Reykjavík vegna viðhalds og kvörðunar og eru þar af leiðandi engar svifryksmælingar á Suðurlandi um þessar mundir. Kem- ur það sér að sjálfsögðu illa. „Um- hverfisstofnun þykir miður að mæli- tæki sem eru m.a. til þjónustu og upplýsinga fyrir almenning skuli vera eyðilögð með þessum hætti,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Þess er skemmst að minnast að upp úr miðjum ágúst voru unnar skemmdir á úrkomumæli Veðurstof- unnar, sem stendur við Löngulág í Vestmannaeyjum. Ýmsir hafa fordæmt þessi skemmdarverk. Á veðurvef sínum spyr Einar Sveinbjörnsson, hverjir gera svona? „Hitt er ómögulegt að skilja, hvað ræður ásetningi sem þessum og hver er svo lúalegur að skemma og spilla mikilvægum og „saklausum“ mælitækjum eins og þessum,“ segir Einar. Mælarnir fá ekki að vera í friði  Svifryk ekki mælt á Suðurlandi Ljósmynd/Umhverfisstofnun Vík Það hefur verið talsverð fyr- irhöfn að fjarlægja mælinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.