Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í Ástin blómstrar á vínekrum Ítalíu í þessari hjartnæmu mynd Ástin á ávallt skilið annað tækifæri HHH / HHHH R.EBERT, CHICAGO-SUN TIMES HHH / HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 7SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND MEÐÍSLENSKU TALI STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRATÍMA Á ÍSLANDI SÝND Í ÁLFABAKKA STEVE CARELL ÍSLENSKT TAL Búðu þig undir eina óvænta fjölskyldu og heilan her af skósveinum sem vaða ekki í vitinu. Pétur Jóhann Sigfússon fer á kostum í einni skemmtilegustu teiknimynd ársins MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHH Á HEILDINA LITIÐ ER AULINN ÉG 3D EINS- TAKLEGA VEL HEPPNUÐ TEIKNIMYND SEM HENTAR EKKI EINUNGIS BÖRNUM, HELDUR ÖLLUM ALDURSHÓPUM. - H.H. - MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! BESTA SKEMMTUNIN STEP UP 3 kl. 8 7 THE LAST AIRBENDER kl. 8 10 STEP UP 3 3D kl. 8 7 THE GHOST WRITER kl. 10:10 12 LETTERS TO JULIET Síðustu sýningar kl. 8 L INCEPTION Síðustu sýningar kl. 10:10 12 SALT kl. 8 - 10:10 14 STEP UP 3 kl. 8 7 VAMPIRES SUCK kl. 10:10 12 / KEFLAVÍK/ SELFOSSI/ AKUREYRIKRINGLUNNI THE SORCERERS APPRENTICE kl. 10:40 7 LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 5:50 L Tískuvikan í New York, New York Fashion Week, hefst á morgun og verður Victoria Beckham m.a. í brennidepli með fatalínu sína en breska tískuráðið, British Fashion Council, útnefndi línu hennar í ár fatalínu ársins. Beck- ham, jafnan nefnd „Posh“ eftir velgengni sína í stúlkna- sveitinni Spice Girls, er til umfjöllunar í nýjasta sunnu- dagsblaði dagblaðsins The New York Times og er m.a. spurð að því í viðtali hvert leyndarmálið sé að baki vel- gengni hennar í tískubransanum. „Ég geri ekkert af hálf- um hug,“ svarar hún. „Ef þú hyggst gera eitthvað, gerðu það þá almennilega,“ segir hún og svarar þar með hver lykillinn að velgengninni sé. „Annars er enginn tilgangur með því að gera eitthvað yfirleitt.“ Kjólar Beckham hafa notið mikillar eftirspurnar og hafa kvikmyndastjörnur á borð við Cameron Diaz kosið að klæðast þeim. Þá hefur tónlistarmaðurinn og leik- konan Jennifer Lopez einnig flíkað þeim flíkum. „Ég held því ekki fram að ég sé fyrirtaks vefnaðarvörukaupmaður. Aðalspurningin er þessi: Af hverju ætti ég að klæða mig í þetta?“ segir Beckham. Hún hefur öðlast viðurkenningu jafnt hjá tískukaupmönnum sem tískublaðaritstjórum en segist þó eiga margt ólært sem fatahönnuður. Og hún vill gjarnan klæða forsetafrúna Michelle Obama. Lykillinn að vel- gengni Beckham Reuters Posh Frú Beckham hefur gert það gott í tískubransanum. Breski leikarinn Ray Winstone leikur alla jafna mikla harðjaxla á hvíta tjaldinu og virðist ekki síður harður í horn að taka ut- an þess, ef marka má nýleg ummæli hans þess efnis að hann hafi skallað leikstjóra snemma á kvikmyndaferli sínum. Winstone nefnir þó ekki hvaða leikstjóra hann beitti slíku ofbeldi en segist hafa verið aukaleik- ari í kvikmyndinni. Forsaga málsins er sú að leikstjórinn, stórvaxinn mjög að sögn Winstone, lyfti honum upp og færði hann til, í stað þess að biðja hann að færa sig. „Og ég skallaði hann. Hann hefði ekki átt að gera þetta, þú skilur, en ég hefði heldur ekki átt að gera þetta. Ég bara gerði þetta,“ segir Winstone í samtali við breska dagblaðið Guardian. Winstone segist hafa verið býsna ofbeld- ishneigður á árum áður. „Ég var að lemja fólk og þess háttar. Það átti það skilið, ekki efast um það. Nokkur tilvik áttu sér stað á tökustað, þegar mér þótti fólk dónalegt og svoleiðis, og það fékk högg.“ Winstone hefur brátt tökur á sjálfstæðri, breskri kvikmynd, The Hot Potato, eða Heita kartaflan. Skallaði leikstjóra sem lyfti honum við tökur á kvikmynd Harka Win- stone í kvik- myndinni The Pro- positon. Mikið er nú gaman að getaloks hlegið innilega íbíói og skemmt sér, eft-ir heldur slakt bíós- umar. The Other Guys, eða Hinir gaurarnir, sjá til þess, vel heppnað löggugrín sem gamanleikarinn frá- bæri, Will Ferrell, heldur að mestu uppi með aðstoð Mark Wahlberg. Í myndinni er tekist á við hið sígilda löggumyndaþema, tvo gerólíka lög- reglumenn sem þurfa að vinna sam- an, góð lögga/slæm lögga tvíeykið. Góða löggan, sú sem fer fínt í hlutina og fer í öllu eftir reglum, er Will Ferrell en þá uppstökku og hvatvísu leikur Wahlberg og kemur á óvart hversu vel hann stendur sig í þessu gamanhlutverki. Í stuttu máli segir myndin af tveimur ofurlöggum (Samuel Jack- son og Dwayne Johnson) sem eru hetjur borgarinnar, ná alltaf þrjót- unum og eru mikil kvennagull. Þeim er hampað sem hetjum í upphafi myndar, þrátt fyrir að hafa lagt miðbæinn í rúst í æsilegri eftirför. Myndin hefst með mikilli keyrslu, hasaratriði af bestu sort og hama- gangi. Þegar ofurlöggurnar tvær láta lífið með afar spaugilegum hætti fara kollegar þeirra að keppast um að fylla skarð þeirra og njóta aðdá- unar borgarbúa og annarra lög- reglumanna. Lögreglumaðurinn Terry Hoitz (Wahlberg) er einn þeirra en hann er fastur við skrif- borð eftir að hafa óvart skotið dáða hafnarboltastjörnu í fótinn. Félagi hans Allen Gamble (Ferrell) sér um bókhald fyrir lögregluna og hefur engan áhuga á hasarnum, kann vel við að sitja við tölvuna og hefur mestan áhuga á því að góma auðjöf- ur mikinn, David Ershon (Coogan) fyrir brot á reglugerð um vinnu- palla. Terry sættir sig ekki við áhugaleysi Allen og hreinlega þving- ar hann til að eltast við bófa og ræn- ingja með sér. Þær tilraunir fara út um þúfur en fyrir tilviljun rekast þeir á auðjöfurinn Ershon og hand- taka hann fyrir vinnupallabrotið. Við það fer af stað furðuleg atburðarás og félagarnir átta sig á því að Ers- hon tengist glæp sem er miklu um- svifameiri en vinnupallabrotið. Leikstjóri myndarinnar, Adam McKay, á nokkrar vel heppnaðar gamanmyndir að baki, m.a. hina bráðfyndnu Anchorman: The Leg- end of Ron Burgundy sem Ferrell fór mikinn í, og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, einnig með Ferrell. The Other Guys er full af kjánagríni að hætti Ferrell og grínið nær oft á tíðum súrrealískum hæðum, m.a. þegar Ferrell fer að tala eins og melludólgur. Og spaugið nær hvað mestu flugi þegar Allen býður Terry í mat heim til sín og kynnir hann fyrir eiginkonu sinni sem er mikil kynbomba en Allen hreinlega trúir því ekki að hún sé eiginkona hans. Þeir sem kunna að meta Ferrell-grín taka þessari mynd án efa fagnandi og undirritaður er einn þeirra. Þá er sérstaklega ánægjulegt að sjá Michael Keaton rísa úr öskustónni í hlutverki lög- regluforingjans Gene Mauch. Myndin líður þó nokkuð fyrir glæpinn sem þeir félagar ákveða að rannsaka og á köflum hægist full- mikið á framvindunni. Sjálfsagt hefði mátt gera betur með því að stytta myndina, draga úr hlut rann- sóknarinnar í söguþræðinum. En skemmtileg er hún. Lúðarnir í löggunni Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó, Borgarbíó, Sambíóin Keflavík The Other Guys bbbmn Leikstjóri: Adam McKay. Aðalhlutverk: Will Ferrell, Mark Wahlberg, Eva Men- des, Michael Keaton, Steve Coogan. 107 mín. Bandaríkin, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYND Hinir Mark Wahlberg og Will Ferrell ná að kitla hláturtaugarnar. Hér hafa þeir klófest Steve Coogan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.