Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Tveir hálsbrotnuðu 2. Andlát: Þórunn Gestsdóttir 3. Ástkona Rooneys með þrennu? 4. Grátlegt tap gegn Dönum á Parken »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kría Brekkan heldur tónleika í Nor- ræna húsinu mánudaginn 27. sept- ember í tengslum við RIFF. Mun hún leika tónlist undir The Fall of the House of Usher (1928) eftir Jean Ep- stein sem er byggð á sögu eftir Edgar Allan Poe. Morgunblaðið/Ernir Kría Brekkan heldur tónleika á RIFF  Tónlistarmaðurinn Björk Guð- mundsdóttir ætlar að gefa ágóða af sölu á „Halastjörnulaginu“ til hjálp- arstarfs Unicef á flóðasvæðunum í Pakistan. Lagið samdi Björk fyrir þrí- víddarteiknimynd um Múmínálfana, Moomins and the Comet Chase. Lag- ið var gefið út í fyrra- dag í stafrænu formi. Björk styrkir hjálparstarf Unicef  Völuspá, sýning Möguleikhússins í samstarfi við sænska leikhóp- inn Martin Mutter, fær lofsamlega dóma í dag- blaðinu Nerikes Allehanda og seg- ir gagnrýnandi m.a. að hann hafi aldrei séð jafn nána samvinnu leikara og tónlistarmanns á sviði og í þeirri sýningu. Sýningin var haldin 1. sept. sl. í Örebro. Sýning Möguleik- hússins fær lof Á fimmtudag Austan 8-15 m/s, hvassast við S-ströndina og á annesjum norðantil, en lægir sunnanlands síðdegis. Talsverð rigning SA-lands. Hiti 10 til 18 stig. Á föstudag Fremur hæg suðaustlæg átt og rigning eða skúrir, en skýjað með köflum og þurrt að mestu á Norðurlandi. Hiti 10 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning sunnan- og austanlands en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 10 til 15 stig, hlýjast á Norðurlandi í dag. VEÐUR 21-árs landslið Íslands í knattspyrnu komst í umspil Evrópukeppninnar þrátt fyr- ir 3:1-ósigur í gær gegn Tékkum. Sigurliðin úr riðl- unum fjórum komust í um- spil ásamt fjórum bestu lið- um í 2. sæti. Mesta hættan var að Rússar og Slóvakar kæmust upp fyrir Ísland í lokaumferðinni. Ísland get- ur þakkað Noregi og Rúm- eníu fyrir hagstæð úrslit í lokaumferðinni. »4 Ísland í umspil þrátt fyrir tap Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney skoraði eitt mark í 3:1-sigri Englands gegn Sviss í Basel í gær. Norðmenn eru með fullt hús stiga í H-riðli eftir 1:0-sigur gegn Portúgal. Ísland er neðst í riðl- inum án stiga. » 1 Rooney skoraði í Sviss – Skotar í vandræðum „Þetta var gífurlega svekkjandi því ég var með það á tilfinningunni strax í byrjun seinni hálfleiks að við mynd- um ná stigi eða jafnvel þremur stig- um úr þessum leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði íslenska landsliðs- ins, við Morgunblaðið eftir tapið gegn Dönum á Parken í gærkvöldi. Danir skoruðu sigurmarkið á 90. mín- útu. »2-3 „Þetta var gífurlega svekkjandi“ ÍÞRÓTTIR Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Færeyingurinn Finn Jespersen hef- ur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur gömlum mót- orhjólum. Þegar hann frétti af því að vinur hans, Hjörtur Jónasson frá Selfossi, hefði keyrt yfir Kjöl á Matchless-mótorhjóli árgerð 1946 fyrir nokkrum árum ákvað Finn að halda á vit ævintýranna á Íslandi á einu þriggja fornhjóla sinna af Nim- bus-gerð. Síðastliðna viku hefur Finn því ferðast um landið á 65 ára gömlu mótorhjóli, smíðuðu við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Finn á þrjú Nimbus-hjól en hin hjólin tvö sem hann skildi eftir heima í Færeyjum voru smíðuð árin 1936 og 1939 þannig að hjólið sem hann ferðast á í sumar er unglambið í safninu. Finn hefur í mörg ár starf- að fyrir Samskip í Kollafirði í Fær- eyjum þannig að það þarf ekki að koma blaðamanni á óvart hversu góða íslensku hann talar. „Ég hef gaman af því að tala við áhafnirnar. Íslenska og færeyska eru eiginlega sama málið,“ segir hann á kjarnyrtri íslensku. Finn kom til landsins á þriðjudag fyrir viku með Norrænu og keyrði frá Seyðisfirði til Vopnafjarðar, kom við í Reykjahlíð við Mývatn og heim- sótti Húsavík og Akureyri. Þá var hann í Reykjavík og á Selfossi fyrir helgina auk þess að aka Kjölinn sem var aðaltakmark ferðarinnar. Tók sú ferð tíu tíma. Allt í allt segist hann hafa farið um tvö þúsund kílómetra á hjólinu góða. Gömul hjól smíðuð til að endast Er ekkert mál að ferðast slíkar vegalengdir á hálfsjötugu mót- orhjóli? „Nei, nei, það skiptir engu máli,“ segir Finn glaður í bragði. „Maður tekur því bara rólega og fer ekki á meira en 60-70 kílómetra hraða. Hjólið er í góðu lagi ennþá!“ Nimbus-hjólin þurfa ekki mikið viðhald að sögn Finns. „Það þarf bara að skipta um olíu við og við,“ segir hann. Hann hefur átt hjólið sem hann ferðast á um landið í sex ár og segir öll hjólin sín þrjú vera eins og ný. „Öll gömul mótorhjól voru vel byggð og til þess að endast. Það er ekki eins og í dag þar sem ný mótorhjól duga kannski í tíu ár og ekki mikið meira en það,“ segir Finn. Á ferð sinni um landið fannst Finn mest til sundlauganna koma. „Það er ótrúlegt að sjá þrjátíu stiga heitt vatn úti undir beru lofti. Svo þótti mér merkilegt að sjá öskuna úr gos- inu í vor á Akureyri. Í Færeyjum sáum við líka ösku en ekki svona mikla,“ segir Finn sem heldur heim á leið í kvöld með Norrönu. Ferðast á fornum fararskjóta  Færeyingur á ferð um landið á 65 ára mótorhjóli Nimbus Finn við hjólið góða sem smíðað var 1945. Þrátt fyrir að vera orðinn 65 ára gamall fór Nimbusinn létt með að aka um 2.000 kílómetra hérlendis, þar með talið yfir Kjöl en sú ferð tók tíu klukkustundir. Hvar voru Nimbus-mótorhjólin framleidd? Nimbus var dönsk gerð mótorhjóla sem framleidd var í Kaupmanna- höfn á árunum 1919 til 1960. Voru þau framleidd af Fisker og Nielsen en þeir framleiddu einnig Nilfisk- ryksugurnar góðkunnu. Hverjir voru það sem notuðu hjólin aðallega? Nimbus varð vinsælasta mótor- hjólið í Danmörku á fjórða áratugn- um og urðu danski pósturinn og lögreglan að stórum viðskiptavin- um. Í aðdraganda síðari heimsstyrj- aldarinnar ákváðu dönsk stjórnvöld að mótorhjólavæða herinn svo mik- ið af framleiðslunni endaði þar. Hversu mörg Nimbus-mótorhjól eru ennþá gangfær í heiminum? Af þeim 12.000 hjólum sem voru framleidd er áætlað að yfir fjögur þúsund séu skráð og gangfær í Danmörku auk hundraða annarra, aðallega í Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Í Danmörku eru starfrækt samtök fyrir eigendur elstu gerða hjólanna og eru í þeim yfir 2.000 félagar. Standa þau meðal annars fyrir árlegri rallkeppni. Spurt & svarað VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.