Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.09.2010, Blaðsíða 29
Menning 29FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2010 Reykjavík Dance Festivalhélt áfram um helgina ogvoru fjórar sýningar íNorðurpólnum. Dans- félagið Krummi sýndi verkið Þá skal ég muna þér kinnhestinn. Verkið var þétt og bjó mikill kraftur í döns- urunum, sem skilaði sér til áhorf- enda. Sterkar myndir sem sitja eftir má nefna handadans í upphafi verksins. Einnig má minnast á sóló Sögu Sigurðardóttur, þar sem hún sem Egill reynir að yrkja kvæði. Búningar verksins samanstóðu af hversdagslegum klæðnaði en greini- legt var að þeir áttu að vera í sam- ræmi við karakter hverrar og einn- ar. Þó hefði mátt vinna þá lengra, svo að þeir spiluðu meira með heild- armynd verksins. Margar myndir og sögur voru settar fram í verkinu. Velta má því fyrir sér hvort nauð- synlegt hafi verið að halda inni svo miklu efni – hvort jafnvel hefði átt að velja færri senur og vinna þær og þróa frekar, til að skapa dýpra verk og skýra tilgang þess frekar. Ólöf Ingólfsdóttir flutti verkið Eins og vatnið. Verkið er í eðli sínu einfalt, en greinilegt er að hún hefur lagst í mikla rannsóknarvinnu á hreyfiforminu og mismunandi eðli vatns í tengslum við hreyfingar sín- ar. Þó má setja spurningarmerki við ákvörðun hennar að blanda saman klassískum balletthreyfingum, því í raun var ekki þörf á þeim. Í samspili við tónlistina birtust ljóslifandi fyrir undirritaðri regndropar, á, ís og fleiri hughrif sem Ólöf kallaði fram. Einnig var heillandi að horfa á manneskju reyna að líkjast vatni. Samsetning verksins var vel unnin og hélt áhorfandanum mestallan tímann, en var þó í lengra lagi. Verk- ið var þó mjög hugrakkt og einlægt í einfaldleika sínum og einkennandi stíl Ólafar. Á laugardagskvöld flutti Saga Sigurðardóttir verkið A provocation of pure and simple eftir danshöfund- inn Anat Eisenberg. Rými þess var- áhugavert, grænn skjár og ljós, sem setti áhorfandann inn í rými ein- hvers konar myndvers. Verkið byggðist upp af mismun- andi senum sem höfðu vísanir í kvik- myndir. Verkið var vel flutt af Sögu og hefur hún sterka nærveru á sviði. Verkið skapaði ákveðna stemmn- ingu sem áhugavert var að falla inn í, en velta má upp hvort að verkið hafi þurft aðeins meira til að dýpka það frekar í tilraun sinni til að skapa hughrif. Verkið er áhugaverð tilraun samt sem áður og ólíkt því sem sést hér í íslensku danslistalífi. Falling in Love with Nina var dansað af Katrínu Johnson og samið af Steinunni Ketilsdóttur. Steinunn hefur samið áhugaverð verk bæði í samvinnu og ein. Því var spennandi að sjá hvernig Steinunn myndi vinna með öðrum dansara til að túlka efni hennar. Verkið samanstóð af texta- brotum og dansi sem hvort fékk að lifa aðskilið. Katrín er mjög sterkur og tækni- lega fær dansari, en hún virðist ekki hafa verið nýtt til fullnustu í þágu verksins. Textar Steinunnar voru fallegir, en af einhverjum ástæðum virkuðu þeir ekki í flutningi Katr- ínar. Í raun má segja að þróa hefði þurft textana og danssmíðina dýpra til að veita nýja innsýn inn í hið þekkta viðfangsefni – brotið hjarta. Miðað við fjölda verka og góða að- sókn er greinilega þörf á hátíð líkt og þessari og vonandi heldur Reykjavík Dance Festival áfram að vaxa og dafna á komandi árum. … og dansinn dunaði áfram á Reykjavík Dance Festival … Kraftur Verkið var þétt og bjó mikill kraftur í dönsurunum, segir um Þá skal ég muna þér kinnhestinn. Norðurpóllinn Þá skal ég muna þér kinnhestinn, Eins og vatnið, A provocation of pure and simple, Falling in love with Nina bbmnn Þá skal ég muna þér kinnhestinn. Danshöfundar og dansarar: Katrín Gunnarsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Snædís Lilja Ingadóttir. Sýnt 2. og 3. sept. 2010. Eins og vatnið. Höfundur og flytjandi: Ólöf Ingólfsdóttir. Sýnt, 2. og 3. sept. 2010. A provocation of pure and simple. Leikstjórn: Anat Eisenberg í samvinnu við Sögu Sigurðardóttur. Flytjendur: Saga Sigurðardóttir og Dani Brown. Dramatúrgía: Dani Brown. Sýnt 4. og 5. sept. 2010. Falling in Love with Nina. Danshöf- undur: Steinunn Ketilsdóttir í samvinnu við Katrínu Johnson. Flytjandi: Katrín Johnson. Texti: Steinunn Ketilsdóttir. Sýnt 4. og 5. sept. 2010. ÁSGERÐUR GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR DANS Morgunblaðið/Eggert »Katrín er mjögsterkur og tæknilega fær dansari, en hún virðist ekki hafa verið nýtt til fullnustu í þágu verksins. Morgunblaðið/Golli Ögrun Úr verkinu A provocation of pure and simple. Skapaði ákveðna stemningu sem áhugavert var að falla inn í. Samkvæmisljónið Paris Hilton fékk skjótari af- greiðslu en gengur og gerist í fangelsi í Las Vegas eftir að hún var handtekin fyrir að vera með kók- aín í fórum sínum. Koma átti Hilton sem skjótast í og úr fangelsinu, að því er fulltrúi þess greinir frá. Hilton var í þrjár klukkustundir í fangelsinu Clark County Detention Center, sem er 5-21 klst. minna en það sem gengur og gerist þegar refsað er fyrir slík brot. Yfirmaður í lögreglunni í Las Vegas við- urkennir að Hilton hafi fengið skjóta afgreiðslu til að minnka líkurnar á því að fólk færi að fangelsinu í von um að sjá hana. Fékk flýtimeðferð Stutt Hilton var ekki lengi í fangelsi. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Fös 10/9 kl. 20:00 3.k Fös 17/9 kl. 20:00 5.k Sun 26/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 4.k Lau 18/9 kl. 20:00 6.K Lau 2/10 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 9/9 kl. 20:00 1.k Fim 16/9 kl. 20:00 3.k Fös 24/9 kl. 20:00 5.k Sun 12/9 kl. 20:00 2.k Sun 19/9 kl. 20:00 4.k Lau 25/9 kl. 20:00 6.k Einnig sýnt á Akureyri í nóvember Enron (Stóra svið) Mið 22/9 kl. 20:00 Fors Lau 25/9 kl. 20:00 3.k Lau 9/10 kl. 20:00 6.K Fim 23/9 kl. 20:00 Frums Fim 30/9 kl. 20:00 4.k Fös 15/10 kl. 20:00 7.K Fös 24/9 kl. 20:00 2.k Fös 1/10 kl. 20:00 5.k Stórsýning um brjálæðislegt dramb og fall Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 8/10 kl. 20:00 Fors Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Lau 9/10 kl. 20:00 Frums Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Þri 12/10 kl. 20:00 aukas Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Fös 15/10 kl. 20:00 2.k Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Lau 16/10 kl. 19:00 3.k Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Sun 17/10 kl. 20:00 4.k Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Leikgerð verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur Horn á höfði (Litla svið) Lau 18/9 kl. 14:00 1.k Lau 25/9 kl. 14:00 3.k Sun 19/9 kl. 14:00 2.k Sun 26/9 kl. 14:00 4.k Gríman: Barnasýning ársins 2010! Orð skulu standa (Litla svið) Þri 21/9 kl. 20:00 Þri 5/10 kl. 20:00 Þri 28/9 kl. 20:00 Þri 12/10 kl. 20:00 Vinsæll útvarpsþáttur - nú á sviði. Sala hafin Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið) Fös 17/9 kl. 20:00 1.k Fim 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 18/9 kl. 20:00 2.k Sun 26/9 kl. 20:00 4.k Gróft gaman flutt af mikilli snilld, PBB Fbl Harry og Heimir - sýningar hefjast á morgun Sala áskriftarkorta í fullumgangi! ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Gerpla (Stóra sviðið) Fim 21/10 kl. 20:00 Fös 29/10 kl. 20:00 Fös 22/10 kl. 20:00 Fim 4/11 kl. 20:00 Miðasala hafin á fyrstu sýningar haustsins! Fíasól (Kúlan) Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Sun 26/9 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Lau 2/10 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Lau 2/10 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Lau 25/9 kl. 13:00 Sun 3/10 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 25/9 kl. 15:00 Sun 3/10 kl. 15:00 50 sýningar fyrir fullu húsi á síðasta leikári! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Fim 30/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Fös 1/10 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 2/10 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl. Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Fim 9/9 kl. 19:00 Mið 22/9 kl. 19:00 Sun 3/10 kl. 15:00 Fös 10/9 kl. 19:00 Fös 24/9 kl. 19:00 Fös 8/10 kl. 19:00 Fös 17/9 kl. 19:00 Lau 25/9 kl. 19:00 Lau 9/10 kl. 19:00 Lau 18/9 kl. 19:00 Fös 1/10 kl. 19:00 Sun 17/10 kl. 19:00 Sun 19/9 kl. 19:00 Lau 2/10 kl. 19:00 Sun 24/10 kl. 19:00 Leikhúsveisla sem allir verða að upplifa! Sýningarnar hefjast kl. 19:00 Hamskiptin (Stóra sviðið) Lau 11/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Síðasta sýn. Rómuð sýning Vesturports í Þjóðleikhúsinu. Aðeins þessar sýningar. Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fös 15/10 kl. 20:00 Frumsýn. Lau 30/10 kl. 20:00 4. sýn. Lau 6/11 kl. 20:00 7. sýn. Lau 16/10 kl. 20:00 2. sýn. Sun 31/10 kl. 20:00 5. sýn. Fim 11/11 kl. 20:00 8. sýn. Lau 23/10 kl. 20:00 3. sýn. Fös 5/11 kl. 20:00 6. sýn. Bráðfyndið og snargeggjað verk! Tryggið ykkur miða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.